Enski boltinn

Arsene Wenger móðgaði Martin O'Neill eftir leik

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, var allt annað en ánægður með Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir markalaust jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Wenger móðgaði O'Neill með því að halda því fram að leikstíll Aston Villa byggðist upp á löngum boltum fram á völlinn.

Enski boltinn

Rooney skallaði United í úrslit

Wayne Rooney er hreinlega óstöðvandi þessa dagana og hann skoraði markið sem fleytti Man. Utd í úrslit enska deildarbikarsins í kvöld. Rooney skoraði síðasta markið í 3-1 sigri í uppbótartíma.

Enski boltinn

Mancini vonast eftir sögulegu kvöldi í Manchester-borg

Manchester City getur í kvöld komist í sinn fyrsta úrslitaleik síðan 1981 þegar liðið heimsækir Manchester United í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Það bíða margir spenntir eftir því að leiknum á Old Trafford klukkan 20.00 í kvöld.

Enski boltinn

Gerrard: Það er orðið erfiðara að vinna okkur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er sannfærður um að liðið sé búið að snúa við blaðinu eftir slæmt gengi síðustu misserin. Liverpool náði þó aðeins markalausu jafntefli á móti Wolves í gær en fyrirliðinn reyndi að vera jákvæður.

Enski boltinn

Sir Alex bannaði myndavélar Sky á blaðamannafundi United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kennir Sky-fréttastofunni um það að Rio Ferdinand sé hugsanlega á leiðinni í þriggja leikja bann og um hversu mikið var gert úr deilumálum Gary Neville og Carlos Tevez. Ferguson hefur í framhaldinu bannað myndavélar Sky á æfingum liðsins.

Enski boltinn