Enski boltinn

Harry Redknapp segir að Eiður Smári hafi valið Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Stefán

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er nokkuð viss um að Eiður Smári Guðjohnsen muni spila með liðinu út tímabilið ef marka má viðtal við hann í The Sun.

„Við höfum verið að ræða um hann í tvær vikur og þegar við heyrðum að West Ham hefði áhuga á honum þá settum við okkur í samband við hann," sagði Harry Redknapp við The Sun.

„Við erum ekki að borga krónu meira en það sem West Ham var að bjóða honum. Báðir samningarnir eru eins og á endanum snérist þetta aðeins um það hvað Eiður vildi gera sjálfur," sagði Redknapp.

Samkvæmt frétt The Sun þá mun Tottenham borga Eiði Smára 30 þúsund pund á viku en Mónakó mun síðan borga það sem vantar upp á samkvæmt samningi Eiðs við franska félagið.

Eiður Smári mun síðan væntanlega skrifa undir samninginn þegar hann hefur farið í gegnum læknisskoðun í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×