Enski boltinn

Vandræði Portsmouth halda áfram: Verða að loka heimasíðunni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn  Portsmouth þurfa að standa saman þessa dagana.
Leikmenn Portsmouth þurfa að standa saman þessa dagana. Mynd/AFP
Fjárhagsvandræði Portsmouth halda áfram að komast í breska fjölmiðla því nú síðasta varð enska úrvalsdeildarfélagið að loka heimasíðunni sinni á netinu þar sem að heimasíðuhaldararnir höfðu ekki fengið greitt fyrir vinnu sína.

Portsmouth hefur hvað eftir annað klikkað á því að borga leikmönnum sínum laun og þá missti félagið sjö milljón punda sjónvarpsstyrk þar sem að félagið skuldar enn fyrir kaup á leikmönnum til liðsins.

Það er margt farið að benda til þess að Portsmouth gæti orðið fyrst úrvalsdeildarliðið í Englandi til þess að fara í greiðslustöðvun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×