Enski boltinn

Craig Bellamy fékk smápening í hausinn - málið í rannsókn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy liggur hér í grasinu eftir að hafa fengið smápening í hausinn.
Craig Bellamy liggur hér í grasinu eftir að hafa fengið smápening í hausinn. Mynd/AFP

Manchester United mun fara fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna óláta stuðningsmanna liðsins í undanúrslitaleik enska deildarbikarsins í gær. Það þykir líklegast að United fá sekt og umræddir ólátabelgir verði dæmdir í lífstíðarbann frá Old Trafford.

Það var einkum Craig Bellamy sem var skotmark United-aðdáenda sem hentu öllu lauslegu í átt að velska framherjanum.

Craig Bellamy fékk meðal annars smápening í hausinn en var heppinn að sleppa þegar fullum bjórflöskum var hent í áttina að honum.

Bellamy lenti í þessu í byrjun seinni hálfleiks þegar hann var að taka hornspyrnu og féll við þegar hann fékk peninginn í höfuðið.

Þrátt fyrir mikla öryggisaðgerðir og mikla gæslu kom ekki á óvart að skapmiklir stuðningsmenn myndu missa stjórn á sér í þessum leik enda bauð aðdragandi leiksins upp á mikinn hitaleik fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×