Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Við hefðum getað skorað sjö sinnum á móti City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ekki í neinum vafa um það að hans menn hafi unnið sannfærandi og sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum í Manchester City í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum sem fram fór á Old Trafford í gær.

„Við klúðruðum fullt af færum í þessum leik. Við hefðum geta skorað sex eða sjö mörk í leiknum," sagði Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Edwin van der Sar varði einu sinni frábærlega í fyrri hálfleik en liðið spilaði frábærlega í seinni hálfleiknum," sagði Ferguson sem var á því að Wayne Rooney hafi spilað betur í leiknum í gær en þegar hann skoraði fernu á móti Hull um síðustu helgi.

„Hann var miklu betri en á laugardaginn. Ég veit að hann skorað fjögur mörk í þeim leik en í þessum leik sýndi hann frábæra leiðtogahæfileika og frammistaða hans var í heimsklassa," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×