Enski boltinn

Eiður hefur verið í viðræðum við Tottenham í margar vikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tottenham virðist vera að hafa sigur í kapphlaupinu við West Ham um Eið Smára Guðjohnsen. Þetta segir BBC í kvöld.

BBC segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að Eiður sé búinn að vera í viðræðum við Tottenham í margar vikur.

Eiður fór engu að síður í læknisskoðun hjá West Ham í gær og mun ákveða sig á næstu tveim dögum hvar hann muni spila út þetta tímabil hið minnsta.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×