Enski boltinn

Eiður er í læknisskoðun hjá Spurs - skrifar undir í kvöld eða fyrramálið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Vísir fékk það staðfest nú í hádeginu að Eiður Smári Guðjohnsen sé staddur á White Hart Lane þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá Tottenham.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er það ekki rétt sem kom fram á Sky í morgun að Eiður sé búinn í læknisskoðun sem og að skrifa undir við Spurs.

Hið rétta ku vera að Eiður muni vera í læknisskoðun hjá félaginu langt fram eftir degi. Það er ekki fyrr en henni lýkur sem hægt verður að skrifa undir samning.

Eiður Smári hefur sem sagt ákveðið að taka tilboði Spurs og spila með þeim í stað West Ham og verður væntanlega orðinn leikmaður Tottenham eigi síðar en á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×