Enski boltinn

Sir Alex vill að sínir menn taki í höndina á bæði Terry og Suarez

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ráðleggja bæði Rio Ferdinand og Patrice Evra að taka í höndina á John Terry og Luis Suarez fyrir komandi leiki Manchester United á móti Chelsea og Liverpool. Þetta verða fyrstu leikir United á móti þeim Terry og Suarez síðan að þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma gegn bróðir Rio og Evra.

Enski boltinn

Dalglish: Bannið gæti hjálpað Luis Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, trúir því að átta leikja bannið hans Luis Suarez muni hjálpa Úrúgvæmanninum að halda sér ferskum og heilum til loka tímabilsins. Luis Suarez er nú búinn að taka út bannið og spilar væntanlega sinn fyrsta leik á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið.

Enski boltinn

Gerrard: Við höfum allir saknað Suarez

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar því að Luis Suarez sé búinn að taka út átta leikja bann og verði með liðinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið. Suarez hefur ekki spilað með Liverpool á þessu ári en liðið vann 4 af 8 leikjum án hans og sló bæði Manchester-liðin út úr sitt hvorri bikarkeppninni.

Enski boltinn

Mancini: Tevez gæti spilað aftur fyrir Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur rétt út sáttarhönd og segir að Carlos Tevez gæti spilað með City-liðinu á ný komi argentínski framherjinn sér í form. Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september og eftir að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti AC Milan þá gaf Mancini það út að hann myndi aldrei spila fyrir hann aftur.

Enski boltinn

Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig

Heiðar Helguson segist ekkert vera að fara á taugum þó svo framherjum QPR hafi fjölgað um þrjá í síðasta mánuði. Hann óttast ekki samkeppni. Ef á þurfi að halda verði hann þolinmóður. Honum líst vel á nýja stjórann, Mark Hughes.

Enski boltinn

Fortune: Antonio Valencia er lykilmaður fyrir United í titilbaráttunnni

Quinton Fortune, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Antonio Valencia verði lykilmaður fyrir Manchester United í baráttunni um enska meistaratitilinn. Antonio Valencia er 26 ára gamall Ekvador-maður sem hefur verið öflugur á hægri væng United-liðsins að undanförnu en United er nú búið að ná nágrönnum í Manchester City á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Wenger: Allir leikir okkar hér eftir eins og bikarúrslitaleikir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er aftur undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Eftir markalaust jafntefli á móti Bolton í gær hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Arsenal er núna komið niður í söunda sæti en liðið hefur aldrei endaði neðar en í fjórða sæti í tíð Wenger.

Enski boltinn

Terry mun ekki segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins

John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er staðráðinn í að standa af sér erfiða tíma vegna ásakanna á hendur honum um kynþáttaníð. Hann mun því halda áfram ótrauður sem fyrirliði enska landsliðsins. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni sem þekkir vel til leikmannsins.

Enski boltinn

Arsenal aldrei tapað fjórum í röð undir stjórn Wenger

Þó svo að leikmenn og stuðningsmenn Arsenal hafi fundist það ansi súrt í broti að þurfa að sætta sig við markalaust jafntefli við Bolton var stigið þó kærkomið fyrir stjórann Arsene Wenger. Liðið hefur aldrei tapað fjórum deildarleikjum í röð undir hans stjórn.

Enski boltinn