Ferguson: Best fyrir Morrison að flytja frá Manchester Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2012 18:45 Ravel Morrison í leik með United gegn Crystal Palace í enska deildabikarnum þann 30. nóvember síðastliðinn. Nordic Photos / Getty Images Táningurinn Ravel Morrison gekk í gær raðir West Ham fyrir eina milljón punda en forráðamenn Manchester United voru þar með greinilega búnir að gefast upp á honum. Morrison er átján ára og þykir ótrúlega efnilegur leikmaður. Innan vallar lofar hann mjög góðu og var hann sagður vera einn sá albesti leikmaður sem unglingaakademía United hefur alið af sér síðan að Paul Scholes gekk inn í aðallið United á sínum tíma. En ástæðan fyrir því að hann mun ekki klæðast búningi Manchester United aftur (í bili að minnsta kosti) eru vandræði hans utan vallar. Ferguson hafði ekki mörg orð um hann að segja um hann í gærkvöldi en sagði þó þetta: „Það er búið að segja sögu hans með nokkuð ítarlegum hætti. Í fullri hreinskilni tel ég það betra fyrir hann að komast í burtu frá Manchester. Hann býr yfir miklum hæfileikum en það er mjög mikilvægt að það sé tekið rétt á hans málum." Fréttavefurinn Goal.com er með ítarlega umfjöllun um félagaskiptin og Morrison sjálfan sem má lesa hér. Þar er gefið í skyn að Morrison hafi einfaldlega brennt allar brýr að baki sér hjá United. Steininn tók úr þegar að þolinmæði Ferguson var á þrotum. Allir aðrir hjá félaginu voru löngu búnir að fá sig fullsadda á hegðun hans og uppátækjum. Alvarlegast er þegar hann var á árslöngu skilorði fyrir að ógna vitni í sakamáli. Stærsta vandamálið er þó talið vera að hann hefur verið í slæmum félagsskap í Manchester. Hann hafi verið með marga vini í kringum sig sem hafi fest sig á hann eins og blóðsugur. Ferguson taldi greinilega nauðsynlegt að losa hann úr því umhverfi og fá hann til að einbeita sér að fótbolta. West Ham er í austurhluta Lundúna sem er ekki besta hverfi Bretlands. En talið er að Morrison muni búa í friðsælu úthverfi þar sem hann verði undir verndarvæng Sam Allardyce, stjóra West Ham og góðvinar Ferguson. Það er nú undir honum komið að ná því besta fram úr Morrison og verður forvitnilegt að fylgjast með hans framgangi næstu vikurnar og mánuði. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Táningurinn Ravel Morrison gekk í gær raðir West Ham fyrir eina milljón punda en forráðamenn Manchester United voru þar með greinilega búnir að gefast upp á honum. Morrison er átján ára og þykir ótrúlega efnilegur leikmaður. Innan vallar lofar hann mjög góðu og var hann sagður vera einn sá albesti leikmaður sem unglingaakademía United hefur alið af sér síðan að Paul Scholes gekk inn í aðallið United á sínum tíma. En ástæðan fyrir því að hann mun ekki klæðast búningi Manchester United aftur (í bili að minnsta kosti) eru vandræði hans utan vallar. Ferguson hafði ekki mörg orð um hann að segja um hann í gærkvöldi en sagði þó þetta: „Það er búið að segja sögu hans með nokkuð ítarlegum hætti. Í fullri hreinskilni tel ég það betra fyrir hann að komast í burtu frá Manchester. Hann býr yfir miklum hæfileikum en það er mjög mikilvægt að það sé tekið rétt á hans málum." Fréttavefurinn Goal.com er með ítarlega umfjöllun um félagaskiptin og Morrison sjálfan sem má lesa hér. Þar er gefið í skyn að Morrison hafi einfaldlega brennt allar brýr að baki sér hjá United. Steininn tók úr þegar að þolinmæði Ferguson var á þrotum. Allir aðrir hjá félaginu voru löngu búnir að fá sig fullsadda á hegðun hans og uppátækjum. Alvarlegast er þegar hann var á árslöngu skilorði fyrir að ógna vitni í sakamáli. Stærsta vandamálið er þó talið vera að hann hefur verið í slæmum félagsskap í Manchester. Hann hafi verið með marga vini í kringum sig sem hafi fest sig á hann eins og blóðsugur. Ferguson taldi greinilega nauðsynlegt að losa hann úr því umhverfi og fá hann til að einbeita sér að fótbolta. West Ham er í austurhluta Lundúna sem er ekki besta hverfi Bretlands. En talið er að Morrison muni búa í friðsælu úthverfi þar sem hann verði undir verndarvæng Sam Allardyce, stjóra West Ham og góðvinar Ferguson. Það er nú undir honum komið að ná því besta fram úr Morrison og verður forvitnilegt að fylgjast með hans framgangi næstu vikurnar og mánuði.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira