Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti miðlinum Sundur og saman, og eiginmaður hennar Kjartan Logi Ágústsson, hafa fest kaup á fallegu vistvænu raðhúsi við Kinnargötu í Urriðaholti í Garðabæ. Lífið 16.9.2025 09:46
Fögur hæð í frönskum stíl Við Austurbrún í Reykjavík er að finna sjarmerandi sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1955. Um er að ræða 109 fermetra eign sem hefur verið hönnuð í Parísarstíl. Ásett verð er 94,9 milljónir. Lífið 16.9.2025 08:41
„Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Ólafur Sveinsson hefur síðustu ár unnið að heimildarmynd um Ómar Ragnarsson. Hann segir ómögulegt að ná utan um atburðaríka ævi Ómars í einni mynd en hún fjallar um umbrotatíma í lífi Ómars í kringum virkjun Kárahnjúka og stofnun Íslandshreyfingarinnar Lífið 16.9.2025 07:17
„Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og áhrifavaldur, er orðin einhleyp.Nýlega slitnaði upp úr sambandi hennar og Þórðar Daníels Þórðarsonar athafnamanns eftir tveggja ára samband. Lífið 15.9.2025 11:07
Ein sú fegursta komin á fast Kolbrún Pálína Helgadóttir markaðssérfræðingur hjá Ósum og jógakennari, hefur fundið ástina í örmum silfurrefsins Helga Guðmundssonar. Parið virðist afar lukkulegt með hvort annað. Lífið 15.9.2025 10:04
Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát á Instagram, kastaði brjóstahaldara sínum upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín í Þýskalandi í gær. Drake var hæstánægður með uppátækið. Lífið 15.9.2025 09:09
Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Fallegt haustveður, tónleikar, brúðkaup og ljúfar samsverustundir einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Auk þess lögðu margir land undir fót og sleiktu sólina á erlendum slóðum. Lífið 15.9.2025 08:44
Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar „Eftir að hafa rætt við margra aðra þarna úti sem eru með þessa greiningu þá finnst mér það vera ennþá skýrara hvað þessi sjónskerðing er ofboðslega mikið „tabú“, jafnvel þó hún sé fáránlega algeng,” segir Dagbjört Andrésdóttir söngkona og baráttukona. Hún fæddist með CVI - heilatengda sjónskerðingu (cerebral visual impairment) en fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Lífið 15.9.2025 08:03
Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Dramaþáttaröðin Adolescence kom, sá og sigraði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar sem hún hlaut sex verðlaun. Lífið 15.9.2025 06:58
Kettir með engar rófur til sýnis Um helgina stóð Kattaræktarfélag Íslands fyrir sérstakri kynningardagskrá í Garðheimum í Breiðholti, þar sem gestir gátu kynnt sér fjölbreyttar kattategundir – hver annarri ólíkari, meðal annars ketti með enga rófu. Lífið 14.9.2025 21:58
Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Hið árlega Haustbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan 19:30 í kvöld. Eins og alltaf eru stórir vinningar og strákarnir lofa stuði og stemningu. Lífið 14.9.2025 16:02
Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum „Ég held að það séu ekkert allir sem átta sig á því að það þarf ekki að vera rándýrt að ferðast, þetta snýst allt um skipulag og rétta forgangsröðun,” segir Ingibjörg Halla Ólafsdóttir 24 ára grunnskólakennari en hún er með gífurlega ástríðu fyrir ferðalögum og hefur í dag heimsótt þrjátíu lönd. Lífið 14.9.2025 11:02
Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 14.9.2025 07:02
Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Á sama tíma og Hallgrímur Helgason syrgir gamla íslenska skyrið og kallar breytingarnar á framleiðsluaðferð þess „næstum með verstu menningarglæpum okkar sögu“, bendir Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food á Íslandi, á að þetta sé aðeins eitt dæmi um hvernig við erum að missa tengslin við uppruna og fjölbreytni matarins okkar. Lífið 13.9.2025 15:02
Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar. Lífið 13.9.2025 08:01
Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 13.9.2025 07:00
Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti ÍSÍ og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, horfir bæði til framtíðar íslenska heilbrigðiskerfisins og nýs hlutverks síns hjá ÍSÍ. Lífið 12.9.2025 21:56
Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Mætingin var þrusugóð í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tveir fyrstu þættirnir af spennu þáttaröðinni Reykjavík Fusion voru frumsýndir. Stemningin í salnum var frábær og óhætt að segja að þættirnir lofi góðu. Lífið 12.9.2025 13:42
Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Leikarinnn og grínistinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur bæst við uppistandshópinn Púðursykur og mun þreyta frumraun sína í uppistandi með hópnum í kvöld. Lífið 12.9.2025 13:38
Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Óskar Þórðarson, einn stofnenda súkkulaðiverskmiðjunnar Omnom, og eiginkona hans Marta Nowosad, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur í Akralandi í Garðabæ á sölu. Húsið er 229 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Ásett verð er 209 milljónir. Lífið 12.9.2025 12:12
Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sundfatamódelið Brooks Nader er sögð hafa deitað bæði Carlos Alcaraz og Jannik Sinner meðan á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis stóð. Þeir spiluðu til úrslita á mótinu en Alcaraz virðist hafa unnið tvöfalt, bikarinn og hjarta módelsins. Lífið 12.9.2025 11:27
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. Lífið 12.9.2025 11:17
Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum Læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson er með stóran heimasmíðaðan pizza kofa í garðinum. Lífið 12.9.2025 11:01
2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, jafnan þekktur sem Emmsjé Gauti, fagnaði í gær 2222 dögum án áfengis, sem samsvarar rúmlega sex árum. Lífið 12.9.2025 09:28