Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leik­konan Diane Ladd er látin

Leikkonan Diane Ladd er látin. Hún var 89 ára gömul og lést á heimili sínu í Kaliforníu í gær samkvæmt yfirlýsingu frá dóttur hennar, leikkonunni Lauru Dern til Hollywood Reporter.

Lífið
Fréttamynd

Svona er kynlífsþjónusta á Ís­landi

Í gær, 1. nóvember, var haldin ráðstefna um sögur kynlífsverkafólks og opinbera stefnu. Rauða Regnhlífin, Old Pros, Strip Lab, Red Umbrella Sweden og PION stóðu að baki ráðstefnunnar. Þar var umræðan um afglæpavæðingu áberandi en einnig var ljósi varpað á reynslu einstaklinga sem starfa í kynlífsþjónustu hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Tók tíu klukku­stundir að komast í búninginn

Líkt og ár hvert heldur fyrirsætan Heidi Klum eitt vinsælasta hrekkjavökupartýið meðal stórstjarnanna. Það sem flestir fylgjast þó með er hvernig gestgjafinn klæðir sig enda er Heidi fremst í flokki þegar kemur að hrekkjavökubúningum.

Lífið
Fréttamynd

Kyngdi stoltinu og fjöl­margir buðu fram nýra

Guðmundur Elvar Orri Pálsson hefur verið með nýrnasjúkdóm frá unglingsaldri. Nýrun hans eru nú að komast á lokastig og því auglýsti hann nýlega eftir nýrnagjafa. Hann segir viðbrögðin hafa verið mikil og hann orðinn vongóður um að hann finni réttan gjafa.

Lífið
Fréttamynd

Tchéky Karyo látinn

Tyrkneski leikarinn Tchéky Karyo er látinn 72 ára að aldri. Fjölskylda Karyo greinir frá andláti hans, en banamein hans mun hafa verið krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vam­pírur

Þrátt fyrir að deilt hafi verið um hvort að fresta ætti hrekkjavökunni á hinum ýmsu íbúðasíðum gripu heitustu stjörnurnar tækifærið til að klæða sig upp í alls konar búninga. Á samfélagsmiðlum mátti bregða fyrir vampírum, prinsessum og öðrum áhrifavöldum.

Lífið
Fréttamynd

Láta forræðis­hyggju hinna full­orðnu ekki fipa sig

Í dag fór fram hrekkjavaka og var henni fagnað víða þar sem börn klæða sig í búninga og ganga í hús í leit að sælgæti. Veðurspá setti áætlanir úr skorðum en veðrið truflaði ekki krakkana á hrekkjavökuballi í Fossvogi í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi rað­hús Evu Maríu og Trausta til sölu

Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fundin eftir sjö vikur á ver­gangi: „Takk hver sem þú ert“

Fjölskylduköttur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ronja, fannst á lífi við Grindavíkurafleggjara Reykjanesbrautar eftir miðnætti, eftir sjö vikur á vergangi. Þórdís Kolbrún þakkar sjálfboðaliðum Villakatta í Reykjanesbæ fyrir björgunina og segist nú formlega vera hluti af kattasamfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

Fresta hrekkja­vöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla

Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Atli Steinn fann ástina á ný

Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Unnar Jóhannsdóttir og eru þau flutt saman suður á bóginn eftir að hafa búið bæði í „fjölmörg ár“ í Noregi. Tíu mánuðir eru síðan Atli giftist hinni norsku Anítu Sjøstrøm við Miklagljúfur á gamlársdag en athygli vakti að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman.

Lífið
Fréttamynd

„Síðasta flug­tak“ Play í Gamla bíói

Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins.

Lífið
Fréttamynd

Már Gunnars genginn út

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum.

Lífið