Bjarni Ben: Fyrsta verkefni að stöðva aðildarviðræðurnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2012 18:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira