Bjarni Ben: Fyrsta verkefni að stöðva aðildarviðræðurnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2012 18:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent