Enski boltinn

WBA pakkaði Chelsea saman | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið

Meistarar Chelsea voru teknir í gegn er þeir sóttu WBA heim í enska boltanum í kvöld. WBA mun sterkara og vann leikinn, 3-0.

Leikmenn Chelsea búnir að tryggja sér titilinn og WBA einnig ekki að spila upp á neitt nema stoltið. Leikmenn WBA höfðu mun meiri áhuga á því að spila leikinn.

Saiod Berahino kom þeim yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti og það syrti svo enn frekar í álinn hjá Chelsea er Cesc Fabregas var rekinn af velli. Var engu líkara en hann væri viljandi að næla sér í rautt spjald.

Berahino skoraði svo úr víti í upphafi seinni hálfleiks og Chris Brunt skoraði með fínu skoti er hálftími lifði leiks. 3-0 fyrir WBA, takk fyrir.

Þetta var í annað sinn í vetur sem Chelsea lendir þrem mörkum undir. Liðið gerði það líka gegn Tottenham. Þá hafði liðið ekki lent þrem mörkum undir síðan leiktíðina 2011-12.



Cesc Fabregas rekinn af velli. Berahino skorar aftur fyrir WBA. 3-0. Chris Brunt skorar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×