Enski boltinn

Eiður tryggði Bolton stig með marki á síðustu stundu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári var hetja Bolton gegn Blackpool í dag.
Eiður Smári var hetja Bolton gegn Blackpool í dag. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Bolton stig gegn Blackpool með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma í ensku B-deildinni í dag.

Blackpool komst yfir með marki Michael Jacobs á 9. mínútu og þannig var staðan fram í uppbótartíma þegar Eiður skoraði með skalla eftir sendingu Neil Danns.

Þetta var fjórða deildarmark Eiðs fyrir Bolton síðan hann kom til félagsins í byrjun desember á síðasta ári. Bolton er í 16. sæti deildarinnar með 46 stig.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff gerðu 1-1 jafntefli við Reading á útivelli.

Rússinn Pavel Pogrebnyak kom Reading yfir strax á 4. mínútu en Conor McAleny jafnaði metin á lokamínútu leiksins eftir sendingu Arons.

Cardiff siglir lygnan sjó í 13. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Eiður Smári og Ragnhildur eignuðust stelpu

Eiður Smári Guðjohnsen og kona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, eignuðust sitt fjórða barn í gær, 1. apríl. Stúlka kom í heiminn en fyrir eiga þau þrjá drengi.

Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir

Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina.

Þrjú mörk og þrjú stig í Astana

Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt.

Mikilvægt að halda sigurhefðinni í liðinu

Heimir Hallgrímsson segir að vináttulandsleikurinn gegn Eistlandi ytra í dag skipti miklu máli, bæði upp á núverandi undankeppni að gera sem og þá næstu. Búist er við því að gerbreyttu íslensku liði verði teflt fram í Tallinn.

Twitter logar eftir mark Eiðs

Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×