Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 16:45 Cole Palmer kom inn í byrjunarlið Chelsea í dag en það skilaði ekki mörkum að þessu sinni. Getty/Mike Hewitt Chelsea varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Bournemouth í dag og er því án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bournemouth virtist vera að fá vítaspyrnu snemma leiks en aðstoðardómarinn stöðvaði það og dæmdi réttilega rangstöðu. Chelsea missti svo Liam Delap meiddan af velli á 31. mínútu og vandræði hans halda því áfram. Hann gæti hafa farið úr axlarlið, eftir að Marcos Senesi lenti á honum í kjölfar hornspyrnu. Another injury blow for Liam Delap 🤕He was subbed off in the 31st minute of Chelsea's clash with Bournemouth after Marcos Senesi landed on him awkwardly at a corner ❌ pic.twitter.com/w3wUSa8yfK— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 6, 2025 Evanilson fékk dauðafæri fyrir Bournemouth skömmu síðar, eftir að skot Semenyo var frábærlega varið, en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að klúðra því. Chelsea hóf hins vegar seinni hálfleikinn af mikið meiri krafti og Alejandro Garnacho átti til að mynda skalla í stöngina á 51. mínútu. Gestirnir náðu þó ekki að byggja ofan á þetta og varamennirnir Joao Pedro og Estevao breyttu litlu um það. Chelsea er því líkt og fyrir umferðina átta stigum frá toppliði Arsenal, með 25 stig í 4. sæti og nú fimm stigum á eftir næsta liði, Aston Villa. Bournemouth er hins vegar með 20 stig í 13. sæti. Enski boltinn
Chelsea varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Bournemouth í dag og er því án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bournemouth virtist vera að fá vítaspyrnu snemma leiks en aðstoðardómarinn stöðvaði það og dæmdi réttilega rangstöðu. Chelsea missti svo Liam Delap meiddan af velli á 31. mínútu og vandræði hans halda því áfram. Hann gæti hafa farið úr axlarlið, eftir að Marcos Senesi lenti á honum í kjölfar hornspyrnu. Another injury blow for Liam Delap 🤕He was subbed off in the 31st minute of Chelsea's clash with Bournemouth after Marcos Senesi landed on him awkwardly at a corner ❌ pic.twitter.com/w3wUSa8yfK— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 6, 2025 Evanilson fékk dauðafæri fyrir Bournemouth skömmu síðar, eftir að skot Semenyo var frábærlega varið, en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að klúðra því. Chelsea hóf hins vegar seinni hálfleikinn af mikið meiri krafti og Alejandro Garnacho átti til að mynda skalla í stöngina á 51. mínútu. Gestirnir náðu þó ekki að byggja ofan á þetta og varamennirnir Joao Pedro og Estevao breyttu litlu um það. Chelsea er því líkt og fyrir umferðina átta stigum frá toppliði Arsenal, með 25 stig í 4. sæti og nú fimm stigum á eftir næsta liði, Aston Villa. Bournemouth er hins vegar með 20 stig í 13. sæti.