Innlent

Prófessor á Alþingi

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, í fyrsta sinn í pontu
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, í fyrsta sinn í pontu Mynd Sigurjón
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag. Baldur er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í fjarveru Marðar Árnasonar sem getur ekki sinnt þingstörfum af persónulegum ástæðum.

Baldur undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar en það gera þingmenn þegar þeir taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×