Framúrkeyrsla um 45 prósent 26. maí 2009 04:15 Hagfræðingur við Háskólann gagnrýnir Landsvirkjun fyrir að beita aðferðum sem sýni ekki raunverulega framúrkeyrslu.fréttablaðið/stefán Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun hafi farið um 45 prósent fram úr áætlun. Sé tillit tekið til vaxta sé framúrkeyrslan um 40 prósent. Sigurður miðar þarna við Bandaríkjadali, enda séu tekjur af virkjuninni í þeirri mynt. Sigurður gagnrýnir aðferðafræði Landsvirkjunar sem uppfærir upphaflega kostnaðaráætlun með byggingarvísitölu og fær út að framúrkeyrsla hafi verið um sjö prósent. „Við þessa aðferð er ýmislegt að athuga. Byggingarvísitala hækkaði mikið meðan unnið var að Kárahnjúkavirkjun, meðal annars vegna eftirspurnarþrýstings frá virkjuninni sjálfri," segir í greinargerð Sigurðar. Þá hafi gengi hækkað af sömu ástæðu. Í uppfærðu arðsemismati Kárahnjúkavirkjunar, sem gert var í janúar 2008, varð arðsemi eigin fjár hækkuð úr 11,9 í 13,4 prósent. Sigurður segir alvarlega ágalla á þeirri niðurstöðu, enda hafi ný aðferðafræði verið notuð. Í stað spár sérfræðinga um álverð var miðað við þáverandi markaðsverð á áli og framvirkt verð. Það gefi mun hærri tölur. Þá sé ekki útskýrt hví skipt er um aðferð, en ætla megi að kostnaður hafi verið svo mikill að „nauðsynlegt hafi þótt að lappa upp á tekjuhliðina".- kóp Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun hafi farið um 45 prósent fram úr áætlun. Sé tillit tekið til vaxta sé framúrkeyrslan um 40 prósent. Sigurður miðar þarna við Bandaríkjadali, enda séu tekjur af virkjuninni í þeirri mynt. Sigurður gagnrýnir aðferðafræði Landsvirkjunar sem uppfærir upphaflega kostnaðaráætlun með byggingarvísitölu og fær út að framúrkeyrsla hafi verið um sjö prósent. „Við þessa aðferð er ýmislegt að athuga. Byggingarvísitala hækkaði mikið meðan unnið var að Kárahnjúkavirkjun, meðal annars vegna eftirspurnarþrýstings frá virkjuninni sjálfri," segir í greinargerð Sigurðar. Þá hafi gengi hækkað af sömu ástæðu. Í uppfærðu arðsemismati Kárahnjúkavirkjunar, sem gert var í janúar 2008, varð arðsemi eigin fjár hækkuð úr 11,9 í 13,4 prósent. Sigurður segir alvarlega ágalla á þeirri niðurstöðu, enda hafi ný aðferðafræði verið notuð. Í stað spár sérfræðinga um álverð var miðað við þáverandi markaðsverð á áli og framvirkt verð. Það gefi mun hærri tölur. Þá sé ekki útskýrt hví skipt er um aðferð, en ætla megi að kostnaður hafi verið svo mikill að „nauðsynlegt hafi þótt að lappa upp á tekjuhliðina".- kóp
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira