De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Kevin de Bruyne skoraði eina mark leiksins þegar Manchester City lagði Wolves, eða Úlfana, í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 2.5.2025 18:32
Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Todd Boehly, eigandi Chelsea, hafði ekki hugmynd um hver Ruud Gullit, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri liðsins, var þegar þeir hittust fyrst. Enski boltinn 2.5.2025 10:03
Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu Englandsmeistaratitli liðsins um síðustu helgi af krafti. Svo miklum að jörð hristist. Enski boltinn 2.5.2025 08:30
Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Enski boltinn 30.4.2025 16:00
ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Svo virðist sem Eni Aluko hafi gert sjálfsmark þegar hún gagnrýndi Ian Wright fyrir að taka of mikið pláss í umfjöllun um kvennafótbolta. Enski boltinn 30.4.2025 08:30
Leeds sló eigið stigamet Leeds United hefur slegið eigið stigamet í ensku knattspyrnunni. Enski boltinn 28.4.2025 23:32
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enska knattspyrnufélagið Aston Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu úrvalsdeildarinnar á leikdegi félagsins gegn Tottenham Hotspur. Leikurinn á að fara fram sunnudaginn 18. maí en í yfirlýsingu Tottenham segir að félagið hafi þegar rætt við úrvalsdeildina um að færa leikinn. Enski boltinn 28.4.2025 23:02
Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Breski ríkismiðillinn BBC þrýstir nú á það að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar þann 17. maí fari fram klukkan þrjú að staðartíma, til að öruggt sé að bikarmeistarar verði krýndir nokkru áður en Eurovision hefst í Basel um kvöldið. Enski boltinn 28.4.2025 09:33
Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Enski boltinn 28.4.2025 08:30
Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Birmingham City vann 4-0 heimasigur á Mansfield Town í ensku C-deildinni í dag en Birmingham var þegar búið að tryggja sér sæti í ensku b-deildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn 27.4.2025 16:01
City í úrslit þriðja árið í röð Manchester City er komið í úrslitaleik enska bikarsins þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur gegn Nottingham Forest á Wembley í dag. Enski boltinn 27.4.2025 15:01
Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Liverpool er Englandsmeistari í knattspyrnu eftir afar sannfærandi 5-1 sigur gegn Tottenham á Anfield í dag. Enski boltinn 27.4.2025 15:01
Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Manchester United náði að bjarga stigi í uppbótatíma í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth á suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 27.4.2025 12:32
Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Liverpool getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í tuttugasta sinn í dag með sigri á Tottenham á Anfield. Enski boltinn 27.4.2025 12:03
Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Aston Villa steinlá í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í gær en liðið mætti þar til leiks án Marcus Rashford. Enski boltinn 27.4.2025 09:08
Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í ensku C-deildinni í fótbolta í dag þegar Burton Albion fagnaði góðum sigri. Enski boltinn 26.4.2025 16:18
Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Newcastle vann mikilvægan sigur í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í baráttunni um Meistaradeildarsæti en um leið slökkti liðið endanlega vonir nýliða Ipswich um að halda sæti sínu. Enski boltinn 26.4.2025 15:57
Chelsea upp í fjórða sætið Chelsea hoppaði upp fyrir bæði Nottingham Forest og Newcastle og alla leið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Everton á Stamford Bridge í dag. Enski boltinn 26.4.2025 11:02
Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Patrice Evra, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, ætlar að reyna fyrir sér í blönduðum bardagaíþróttum í París í næsta mánuði og hann á sér óskamótherja. Enski boltinn 26.4.2025 10:01
„Vilja allir spila fyrir Man United“ Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir að það verði ekkert mál fyrir félagið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir þess þrátt fyrir versta árangur félagsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 26.4.2025 07:01
Kidd kominn í eigendahóp Everton Það virðist í tísku fyrir menn tengda NBA-deildinni í körfubolta að fjárfesta í enskum knattspyrnuliðum. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, er nýjasti til að stökkva á þessa tískubylgju. Enski boltinn 24.4.2025 23:32
Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. Enski boltinn 24.4.2025 12:46
Snýr aftur eftir lungnabólguna Knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur misst af síðustu þremur leikjum Newcastle en snýr nú aftur til starfa eftir sjúkrahúsdvöl vegna lungnabólgu. Enski boltinn 24.4.2025 10:30
Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fái Liverpool stig gegn Tottenham á sunnudaginn verður liðið Englandsmeistari í tuttugasta sinn. Enski boltinn 24.4.2025 09:00