
Nýlegt á Vísi



Vinsælar klippur
Stjörnuspá
15. ágúst 2022
Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

William Ruto sigraði forsetakosningarnar í Kenía
William Ruto, varaforseti Kenía, sigraði forsetakosningarnar í Kenía sem fram fóru í dag. Kosningarnar hafa verið afar umdeildar í heimalandinu og andstæðingur Ruto hefur sakað hann um kosningasvindl.

Í beinni: Fram-Leiknir R. | Heimamenn ósigrandi í Úlfarsárdal
Á meðan Leiknir Reykjavík situr í fallsæti þá getur Fram ekki tapað á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal í Grafarholti. Gestirnir eiga því erfitt verkefni fyrir höndum þegar leikur kvöldsins í Bestu deild karla í fótbolta hefst klukkan 19.15.

Dönsk prinsessa að skilja
Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn.

Hugsmiðjan ræður til sín átta nýja starfsmenn
Hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjan hefur ráðið til sín átta nýja starfsmenn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fagfólk í sínu fagi.

Skiptir mestu að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður Símans
Það sem skiptir mestu í rekstri Símans þessi misserin er að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður og stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins. Gangi viðskiptin eftir má vænta þess að boðað verði til hluthafafundar í haust þar sem sagt verði frá því hvernig til standi að ráðstafa söluandvirðinu á Mílu sem hefur nú þegar lækkað um fimm milljarða frá því sem fyrst var samið um við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian.

Umhverfisvænar byggingarvörur í fyrirrúmi - Tilvaldar fyrir íslenska veðráttu
Laugur er nýtt fyrirtæki á byggingavörumarkaði sem sérhæfir sig í palla- og byggingarefni fyrir timburhús. Markmiðið er að bjóða upp á umhverfisvænar evrópskar gæðavörur sem henta íslenskum aðstæðum á hagstæðum kjörum.

Prawie 7000 osób odwiedziło miejsce erupcji
Według obliczeń Agencji Turystycznej wczoraj obszar erupcji odwiedziło łącznie 6685 osób, ale policja twierdzi, że można przypuszczać, że liczba ta była znacznie wyższa.