Fallegt og ekkert smágos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2025 06:39 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Vísir/RAX Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. „Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira