Þingmenn geta bundið sjálfa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. mars 2014 13:41 Þorsteinn Pálsson og Sigurður Líndal telja að hægt sé að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður. Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður.
Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00
Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00