Þingmenn geta bundið sjálfa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. mars 2014 13:41 Þorsteinn Pálsson og Sigurður Líndal telja að hægt sé að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður. Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður.
Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00
Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00