Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

„Fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala“
Norska markadrottningin Ada Hegerberg var eðlilega í sjöunda himni eftir magnaðan 3-1 sigur Lyon á Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ada var að sjálfsögðu á skotskónum en það er ekki sjálfsagt eftir undanfarin misseri hjá þessari mögnuðu íþróttakonu.

Lyon er Evrópumeistari | Sjáðu mörkin og atvikin
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon eru Evrópumeistarar kvenna í fótbolta eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Barcelona. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon.

Líkir úrslitaleiknum við hina fullkomnu kvikmynd en er sjálfri líkt við Iniesta og Busquets
Alexia Putellas er prímusmótor Barcelona, besta fótboltaliðs í heimi. Hún mun stýra spili liðsins er það mætir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í dag. Þar mætast nútíð og fortíð, besta lið heims gegn liðinu sem drottnaði yfir Evrópu til fjölda ára.

David James dáist að innköstum Sveindísar: „Rory Delap væri stoltur“
Löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur halda áfram að vekja mikla athygli. Meðal þeirra sem dáist að þeim er fyrrverandi markvörður enska landsliðsins.

Lyon mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar
Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri gegn PSG í kvöld.

Sveindís og stöllur stöðvuðu 40 leikja sigurhrinu Barcelona en eru úr leik
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum.

Vonast eftir kraftaverki hjá Sveindísi fyrir framan metfjölda
Áhorfendametið hjá Wolfsburg verður slegið rækilega á morgun þegar liðið tekur á móti Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Ráðist á hana í nóvember en núna er hún komin í agabann fyrir slagsmál
Það eru áfram læti í kringum frönsku landsliðskonuna Kheira Hamraoui og nú er ljóst að hún verður ekki með Paris Saint-Germain í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon.

Lyon vann PSG án Söru
Lyon vann 3-2 endurkomusigur í ótrúlegum leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Var þetta fyrri viðureign liðanna af tveimur en leikið var á Groupama leikvanginum, heimavelli Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon.

Enn eitt heimsmetið hjá Barcelona
Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að brjóta glerþök en liðið setti í kvöld nýtt heimsmet í áhorfendafjölda á fótboltaleik kvenna. Fyrra metið var sett fyrr á þessu ári og nú er spurningin hvort Barcelona þurfi stærri heimavöll til að koma öllum sem vilja fyrir.

Sjáðu mörkin er Barcelona gekk frá Sveindísi Jane og stöllum hennar í fyrri hálfleik
Evrópumeistarar Barcelona sýndu mátt sinn og megin er þeir mættu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan var orðin 2-0 eftir aðeins tíu mínútur og lauk leiknum með 5-1 sigri Börsunga.

Sveindís byrjar á Nývangi
Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliði Wolfsburg sem mætir Barcelona á Nývangi í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.

Sveindís leikur fyrir fullum Nývangi | Seldist upp á sólarhring
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika fyrir framan rúmlega níutíu þúsund áhorfendur þegar Wolfsburg heimsækir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta síðar í mánuðinum.

Sveindís Jane hlaðin lofi eftir frábæra frammistöðu
Sveindís Jane Jónsdóttir nýtti heldur betur tækifærið er hún byrjaði stórleik Wolfsburg og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún lagði upp bæði mörk Wolfsburg í 2-0 sigri og átti risastóran þátt í að liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Sara kom inn af bekknum er Lyon tryggði sér sæti í undanúrslitum
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon snéru taflinu við gegn Juventus í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 3-1 sigur eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1 og er því á leið í undanúrslit.

Sveindís bjó til bæði mörkin er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Arsenal í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Wolfsburg fer því áfram eftir samanlagðan 3-1 sigur.

Sú besta eftir leikinn á troðfullum Nývangi: „Töfrum líkast“
Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, átti hreinlega ekki orð til að lýsa tilfinningum sínum eftir magnaðan 5-2 sigur Barcelona á Real Madríd í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leikurinn fór fram fyrir framan 91533 áhorfendur en það er heimsmet.

Skytturnar vonast til að Wolfsburg sofni á verðinum undir lok leiks
Arsenal mætir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Skytturnar skoruðu undir lok leiks en Wolfsburg á það til að sofna á verðinum undir lok leikja.

Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd
Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna.