Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Hjörvar Ólafsson skrifar 27. ágúst 2025 20:34 Jasmín Erla Ingadóttir lagði upp mark Vals í leiknum. Vísir/Pawel Valur laut í lægra haldi, 3-1, þegar liðið mætti Braga í undanúrslitum umspils um sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í Mílanó í kvöld. Tveir Íslendingar léku allan leikinn fyrir Braga Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir en það var íslenska samvinna í fyrsta marki Braga í leiknum. Guðrún skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Ásdísi Karen eftir sex mínútna leik. Leah Nicole Lewis, sem lék við hlið Guðrúnar í hjarta varnarinnar hjá Braga, tvöfaldaði svo forystu portúgalska þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum. Aftur skoraði Braga með skoti úr vítateig Vals eftir hornspyrnu. Valur var tvívegis nærri því að skora í fyrri hálfleik en Jordyn Rhodes skallaði boltann í slána eftir frábæra fyrirgjöf Elísu Viðarsdóttur. Fanndís Friðriksdóttir átti svo skot sem hafnaði í þverslánni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var einnig nokkrum sinnum aðgangshörð upp við mark Braga og átti nokkur fín skot sem rötuðu þó ekki í markið. Seinni hálfleikur fór rólega af stað hjá Valskonum og framan af seinni hálfleik voru leikmenn Braga nær því að bæta þriðja markinu við en Valur að koma sér inn í leikinn með marki. Jordyn Rhodes strengdi hins vegar líflínu þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Jasmín Erla Ingadóttir vann þá boltann á hættulegum stað og kom honum á Rhodes sem setti boltann í netið. Zoi Van De Ven gerði aftur á móti endanlega út um leikinn með marki sínu úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Braga mætir þar af leiðandi Diljá Ýr Zomers og liðsfélögum hennar hjá Brann í úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu. Valur er úr leik í Meistaradeildinni þetta keppnistímabilið en leikur við Inter í umspili um laust sæti í nýrri keppni sem sett hefur verið á laggirnar, Evrópubikar UEFA. Þar munu Valskonur etja kappi við Ceciliu Rán Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Brann lagði Inter að velli, 2-1, í undanúrslitum umspils um sæti í Meistaradeildinni fyrr í dag. Diljá Ýr og Karólína Lea voru þar báðar á skotskónum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur
Valur laut í lægra haldi, 3-1, þegar liðið mætti Braga í undanúrslitum umspils um sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í Mílanó í kvöld. Tveir Íslendingar léku allan leikinn fyrir Braga Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir en það var íslenska samvinna í fyrsta marki Braga í leiknum. Guðrún skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Ásdísi Karen eftir sex mínútna leik. Leah Nicole Lewis, sem lék við hlið Guðrúnar í hjarta varnarinnar hjá Braga, tvöfaldaði svo forystu portúgalska þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum. Aftur skoraði Braga með skoti úr vítateig Vals eftir hornspyrnu. Valur var tvívegis nærri því að skora í fyrri hálfleik en Jordyn Rhodes skallaði boltann í slána eftir frábæra fyrirgjöf Elísu Viðarsdóttur. Fanndís Friðriksdóttir átti svo skot sem hafnaði í þverslánni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var einnig nokkrum sinnum aðgangshörð upp við mark Braga og átti nokkur fín skot sem rötuðu þó ekki í markið. Seinni hálfleikur fór rólega af stað hjá Valskonum og framan af seinni hálfleik voru leikmenn Braga nær því að bæta þriðja markinu við en Valur að koma sér inn í leikinn með marki. Jordyn Rhodes strengdi hins vegar líflínu þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Jasmín Erla Ingadóttir vann þá boltann á hættulegum stað og kom honum á Rhodes sem setti boltann í netið. Zoi Van De Ven gerði aftur á móti endanlega út um leikinn með marki sínu úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Braga mætir þar af leiðandi Diljá Ýr Zomers og liðsfélögum hennar hjá Brann í úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu. Valur er úr leik í Meistaradeildinni þetta keppnistímabilið en leikur við Inter í umspili um laust sæti í nýrri keppni sem sett hefur verið á laggirnar, Evrópubikar UEFA. Þar munu Valskonur etja kappi við Ceciliu Rán Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Brann lagði Inter að velli, 2-1, í undanúrslitum umspils um sæti í Meistaradeildinni fyrr í dag. Diljá Ýr og Karólína Lea voru þar báðar á skotskónum.