Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Fréttamynd

Ó­heppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd

Þrátt fyrir vasklega framgöngu varð norska liðið Vålerenga, með Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur innanborðs, að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Von­svikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum

Breiðablik sigraði Spartak Subotica með fjórum mörkum í Evrópukeppni kvenna í kvöld. Veðrið hafði töluverð áhrif á leikinn en Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði að liðið hefði átt að vera betra með boltann í kvöld og var í raun vonsvikinn þrátt fyrir 4-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum

Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda spilar í Meistara­deildinni

Amanda Jacobsen Andradóttir og stöllur í hollenska liðinu Twente tryggðu sér sæti í Meistaradeildinni með afar öruggum 8-1 sigri í umspilseinvígi gegn Katowice frá Póllandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís og Arna í Meistara­deild Evrópu

Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir munu spila á stærsta sviði Evrópuboltans í vetur því lið þeirra, Vålerenga frá Noregi, tryggði sér í dag sæti í Meistaradeild Evrópu með sannfærandi hætti.

Fótbolti
Fréttamynd

Diljá mætir Manchester United

Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers og félagar hennar í Brann fengu að vita það í dag hverjir verða mótherja liðsins í umspili um sæti í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda og fé­lagar mæta Blikum

Amanda Andradóttir og félagar hennar í hollenska félaginu Twente tryggðu sér í kvöld með mjög sannfærandi hætti sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Diljá og Karó­lína skoruðu báðar

Brann mætir annað hvort Val eða Braga á laugardaginn í umspili um sæti í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Brann sigraði Inter, 2-1, í Íslendingaslag í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land mætir óslípuðum demanti í kvöld

Ís­land mætir Sviss í annarri um­ferð riðla­keppni EM í fót­bolta í Bern í kvöld. Þýðingar­mikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Sviss­lendinga er einn mest spennandi leik­maður kvenna­boltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftir­minni­lega inn­komu í Meistara­deildinni á síðasta tíma­bili.

Fótbolti
Fréttamynd

Stal senunni í fagnaðar­látum Arsenal

Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­meistararnir fóru ham­förum

Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 10-2 tap í einvígi gegn Barcelona. Leikur kvöldsins endaði með 6-1 sigri Barcelona.

Fótbolti