Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Ís­lendingar þekkja vel

Undan­farna daga hefur setningin „Breiða­blik mun hefja nýjan kafla í sögu ís­lensks fót­bolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiða­blik svo sannar­lega rita upp­hafs­orðin í nýjum kafla í sögu ís­lensks fót­bolta sem fyrsta ís­lenska karla­liði til að leika í riðla­keppni í Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hug­rakkir“

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta telur að sýnir leik­menn muni sýna hungur og hug­rekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu ís­lensk fót­bolta með að verða fyrsta ís­lenska karla­liðið til að leika í riðla­keppni í Evrópu þegar liðið mætir Mac­cabi Tel Aviv í Sam­bands­deildinni á Bloom­fi­eld leik­vanginum í kvöld. Jafn­framt þurfti Breiða­blik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úr­slit hér í Tel Aviv.

Fótbolti
Fréttamynd

Heilindi fótboltans geti verið í hættu

Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu.

Fótbolti
Fréttamynd

Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni

Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum ekkert í þessu bara til að taka þátt“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið sé ekki mætt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu til þess eins að taka þátt. Liðið ætli sér að sýna góða frammistöðu og með því komi oft góð niðurstaða.

Fótbolti
Fréttamynd

„Upp úr riðlinum, takk!“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“

Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þá kemur auð­vitað leiðin­lega svarið: Það er FH á sunnu­daginn“

„Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Laugar­dals­völlur eini mögu­leiki Blika hér á landi

Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina?

Fótbolti