Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:07 Dönsku bullurnar velta kamri eftir lokaflautið í gær. Sýn Sport Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48