„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 09:30 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira
Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira