Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 13:01 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby fóru fýluferð til Íslands í síðustu viku. vísir/Diego Eftir skammarlega framkomu á Íslandi í síðustu viku og þögul mótmæli í deildarleik við Vejle á sunnudag virðast stuðningsmenn Bröndby ætla að leggja allt í sölurnar á leiknum mikilvæga við Víkinga í dag. Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira