Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Einn heitasti plötu­snúður í heimi á leið til landsins

Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Birta Sól­veig fer með hlut­verk Línu Langsokks

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir mun fara með hlutverk Línu Langsokks í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins sem verður frumsýnd þann 13. september næstkomandi. Nú þegar hafa hátt í fimmtán þúsund miðar selst og stefnir í að allar 40 sýningarnar verði uppseldar fyrir frumsýningu.

Menning
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að gera upp for­tíðina

„Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Jónas Sen sakaður um derring og mein­fýsni

Helga Margrét Marzellíusardóttir, formaður félags íslenskra kórstjóra, hefur engan áhuga á því að láta Jónas Sen tónlistargagnrýnanda Vísis, vaða á skítugum skónum yfir kórastarf í landinu. Nú sé komið gott. Jónas segir ekki hafa verið ætlun sína að særa neinn heldur aðeins hrista upp í umræðunni eins og gagnrýni eigi að gera.

Lífið
Fréttamynd

Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985

„Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök.

Tónlist
Fréttamynd

Kærleiksbomba frá GusGus

„Eins og kannski flestir Íslendingar er ég súperfan af GusGus og var ég því ekki lengi að svara kallinu þegar vinur minn Marteinn spurði hvort ég vildi gera lag með þeim,“ segir tónlistarkonan Tatjana Dís sem er hluti af GusGus ofur sumarsmellinum Partýið er þú og ég.

Tónlist
Fréttamynd

Ung­frú Ís­land með flestar til­nefningar

Ungfrú Ísland fær flestar tilnefningar til Grímunnar, eða alls níu talsins, fyrir síðasta ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem sýning ársins og leikrit ársins. Þar á eftir koma Sýslumaður dauðans og Hringir Orfeusar og annað slúður með sjö tilnefningar en bæði Köttur á heitu blikkþaki og Innkaupapokinn eru með fimm.

Menning
Fréttamynd

Ás­geir og Hildur eiga von á stúlku

Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust.

Lífið
Fréttamynd

Ó­trú­legustu at­vik geta veitt inn­blástur

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segist hafa viljað sleppa öllu öryggi þegar hún ákvað að segja upp í Borgarleikhúsinu eftir 30 ár. Halldóra, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölvar Tryggvasonar. Hún segist finna sig vel í nýjum lífsstíl sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, en hún sé enn að leita að hinum gullna meðalvegi í að taka ekki að sér of mörg verkefni:

Lífið
Fréttamynd

Car­mina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úr­skeiðis í Hörpu?

Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags - a.m.k. fyrir yngri kynslóðina - kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með útöndun eins og gamalt gufuskip. Meira um það hér rétt á eftir.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ein óvæntustu úr­slit Euro­vision-sögunnar

Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Austur­ríki sigur­vegari Euro­vision 2025

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Lífið
Fréttamynd

Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur

Krókódíllinn Morris, sem er þekktastur fyrir rullu sína í gamanmyndinni goðsagnakenndu Happy Gilmore, er dauður. Talið er að hann hafi verið um það bil áttræður.

Lífið
Fréttamynd

Bar­áttan um jólagestina hafin

Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar.

Lífið
Fréttamynd

Vin­sælir í Basel en hversu hátt ná þeir?

Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega.

Lífið