Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. Lífið 8.10.2025 17:11
Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, Magnús Orri Dagsson tónskáld, eiga von á dreng í lok desember. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 8.10.2025 16:55
„Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Leikstjórinn Zelda Williams hefur biðlað til fólks að hætta að senda henni gervigreindarmyndbönd af föður hennar heitnum, Robin Williams, sem lést árið 2014. Bíó og sjónvarp 8.10.2025 16:22
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp 8.10.2025 09:55
„Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks. Menning 7. október 2025 12:04
Áhersla á hæglæti á Sequences Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. Menning 7. október 2025 10:02
Saman á rauða dreglinum Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra. Bíó og sjónvarp 7. október 2025 09:47
Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann. Gagnrýni 7. október 2025 07:02
Kossaflens á klúbbnum Það var brjálað fjör á næturklúbbnum Auto á dögunum þegar rapparinn Birnir stóð fyrir eftirpartýi eftir stórtónleika sína í Laugardalshöll. Ofurskvísur, áhrifavaldar, stjörnmálafólk og aðrar stjörnur komu saman og stigu trylltan dans. Lífið 6. október 2025 20:00
Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Það var húsfyllir og góð stemning þegar kvikmyndaframleiðandinn Lilja Ósk Snorradóttir fagnaði útgáfu sinnar fyrstu bókar, Heimsins besti dagur í helvíti, með teiti í bókabúð Sölku á dögunum. Menning 6. október 2025 18:02
Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna. Lífið 6. október 2025 16:38
Enn veldur Britney áhyggjum Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki. Lífið 6. október 2025 13:31
Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Þakið var við það að rifna af Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þegar ofur danssveitin GusGus tryllti lýðinn með tvennum tónleikum og uppselt var á báða. Tónlist 6. október 2025 11:31
Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Breski metsöluhöfundurinn Lafði Jilly Cooper er látin, 88 ára að aldri. Cooper var þekkt fyrir erótískar bækur sínar, en Disney réðst nýverið í gerð sjónvarpsþátta sem byggðu á einni þekktustu bók hennar, Rivals. Lífið 6. október 2025 10:34
Sonur Tinu Turner látinn Tónlistarmaðurinn Ike Turner yngri, sonur söngkonunnar Tinu Turner, er látinn 67 ára að aldri. Lífið 5. október 2025 17:26
Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba „Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins. Tónlist 4. október 2025 07:00
Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Mikil eftirvænting ríkti á Grund vegna sérstakrar sýningar á heimildarmynd um lífið á hjúkrunarheimilinu. Leikstjórinn segir um þýðingarmikla stund að ræða en heimilisfólk kveðst þakklátt fyrir störf hennar Innlent 3. október 2025 22:15
Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Landslið tónlistarfólks kemur saman í Hörpu á sunnudag í tilefni af 65 ára afmæli Bítlana. Tímamótunum verður fagnað með stórtónleikum og stæl í Eldborg. Tónlist 3. október 2025 15:03
Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Tólf klukkustunda sviðslistarhátíðin „Komum út í mínus“ fer fram laugardaginn 4. október frá hádegi til miðnættis. Markmiðið er lyfta upp grasrót íslenskra sviðslista og geta áhorfendur kíkt á dansverk um fótbolta, hlustað á uppistand, sánað sig eða fengið sér pulsu. Menning 3. október 2025 14:03
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3. október 2025 12:36
Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð. Tónlist 3. október 2025 10:40
Keeping Up Appearances-leikkona látin Breska söng- og leikkonan Lafði Patricia Routledge, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Keeping Up Appearances, er látin. Hún varð 96 ára. Lífið 3. október 2025 10:34
Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026, aðeins þetta eina kvöld. Lífið samstarf 3. október 2025 09:33
Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. Gagnrýni 3. október 2025 07:02
Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Hátt í fimmtíu myndir frá öllum heimshornum voru valdar á kvikmyndahátíðinni Pigeon International Film Festival eða PIFF. Á hvíta tjaldi hátíðarinnar má meðal annars sjá framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna og heimildarmynd um lífið á Hornströndum. Lífið 2. október 2025 22:33
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp