Óbilandi trú á eigin ágæti Bólugrafinn og renglulegur með samvaxnar augabrúnir og hormottu, hrokafullur, hraðlyginn og hvatvís, kjaftfor, sjálfumglaður og ódrepandi við að ná markmiði sínu: að verða sá besti í heimi, sama hvað það kostar. Gagnrýni 30.1.2026 07:02
Ólafur Darri verður Þór Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur tekið að sér að leika guðinn Þór í nýjum þáttum Amazon MGM og Sony. Þættirnir byggja á gífurlega vinsælum leikjum um spartverjan og seinna stríðsguðinn Kratos. Bíó og sjónvarp 29.1.2026 21:24
Seinka sýningum fyrir leikinn Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta. Innlent 29.1.2026 18:06
Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlistarmaðurinn ástsæli Högni Egilsson var að senda frá sér nýtt hljóðverk í samvinnu við Laugar spa þar sem hann rannsakaði slökun og vellíðan í þaular. Verkið á að ýta undir vellíðan gesta. Tónlist 28. janúar 2026 14:03
Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Danska leik- og söngkonan Annika Wedderkopp er fyrsta konan síðan árið 1999 til að eiga vinsælustu plötu ársins á danska topplistanum. Hún átti jafnframt tólf af hundrað vinsælustu lögum ársins, en eftir að hafa fyrst slegið í gegn á hvíta tjaldinu sem barn er Annika nú á góðri leið með að verða ein stærsta poppstjarna Danmerkur. Lífið 28. janúar 2026 12:56
Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Feðgarnir Trausti Ólafsson og Ingi Tandri Traustason, sem reka Skugga útgáfu, hyggjast opna bókaverslunina Jon Fosse og kompaní í húsi Hljóðbókasafnsins í Hamraborg á föstudag. Þeir fengu leyfi hjá norska Nóbelskáldinu fyrir heitinu og hyggjast bjóða upp á sérhæft úrval. Menning 28. janúar 2026 12:00
Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, Odd Ástráðsson lögmann, Ólöfu Sigþórsdóttur vöruhönnuð og Birni Jón Sigurðsson rithöfund. Viðskipti innlent 28. janúar 2026 10:39
Líf og fjör í loðnu málverkunum Það var margt um manninn í versluninni La Boutique Design á Granda síðastliðinn laugardag þegar frumlega listakonan Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Gróðurþel. Menning 28. janúar 2026 09:02
Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Það er ákveðin bilun fólgin í því að skapa „rapp-söngleik“ byggðan á Íslendingasögu. Þjóðleikhúsið ákvað hins vegar að henda sér beint í djúpu laugina án kúts. Útkoman er vægast sagt eggjandi, enda voru fagnaðarlætin á frumsýningunni mikil. Gagnrýni 28. janúar 2026 07:00
Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Ný þýsk heimildarmynd sýnir frá daglegu lífi fanga og fangavarða á Litla-Hrauni. Meðal fanga sem birtast í myndinni eru dæmdir morðingjar og fangar sem hlotið hafa þunga dóma fyrir gróf ofbeldisbrot. Innlent 27. janúar 2026 20:13
Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Sena og Arion banki hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Framkvæmdastjóri segist ekki geta gefið upp hve stóran hluta hinir nýju eigendur eignast í fyrirtækinu en segist vongóður að með þessu verði rekstur fyrirtækisins tryggur og segir síðustu misseri hafa verið mikla rússíbanareið. Viðskipti innlent 27. janúar 2026 19:30
Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar. Bíó og sjónvarp 27. janúar 2026 17:28
Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Það var margt um manninn og menningarlífið iðaði á tvöfaldri listasýningaropnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Menning 27. janúar 2026 17:01
Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Spennumyndin One Battle After Another hlýtur flestar tilnefningar til BAFTA-verðlauna bresku akademíunnar í ár, fjórtán talsins. Þar á eftir fylgir vampírumyndin Sinners með þrettán tilnefningar. Bíó og sjónvarp 27. janúar 2026 15:42
Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Sænska súperstjarnan Robyn er með rosalega endurkomu inn í tónlistarheiminn um þessar mundir með splunkunýrri plötu sem nýtur mikilla vinsælda. Robyn er mikill tískuspegúlant og hefur greinilega frábæran smekk en hún rokkaði bol frá íslenska hönnuðinum Sól Hansdóttur á dögunum. Tíska og hönnun 27. janúar 2026 15:00
Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney gæti átt yfir höfði sér málsókn eftir að hafa klifrað í leyfisleyfi upp á Hollywood-skiltið í Los Angeles og skreytt það með brjóstahöldurum úr nýju nærfatalínunni sinni. Lífið 27. janúar 2026 11:56
Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Heimildarmyndin Time and Water, sem byggir á bókinni Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason, verður heimsfrumsýnd á Sundance-hátíðinni í dag. Kvikmyndagerðarmennirnir fengur óskertan aðgang að myndefni sem fjölskylda Andri hafði tekið frá 1955 til samtímans og fléttu það saman við íslenska náttúru. Bíó og sjónvarp 27. janúar 2026 10:55
Í öndunarvél eftir blóðeitrun Blind side stjarnan Quinton Aaron á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hann var fluttur á spítala eftir að hafa misst meðvitund á heimili sínu. Lífið 27. janúar 2026 10:25
Rasistar í sumarbústað Íslensk hjón í sumarbústað lenda í hremmingum þegar myndlistarmaður, dökkur á hörund, sest að fyrir utan heimkeyrsluna að bústaðnum þeirra. Tilvist þessa dularfulla aðkomumanns afhjúpar fáfræði, ótta og fordóma hinna íslensku hjónakorna í nýju leikriti eftir Þór Tulinus sem sýnt er þessa dagana í Tjarnarbíói. Þetta er ekki sýning sem skilur mikið eftir sig, handritið er gallað og það vantar skýrari listræna sýn. Gagnrýni 27. janúar 2026 07:01
„Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin. Lífið 26. janúar 2026 14:59
Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fjöldi fríðra gesta var viðstaddur frumsýningu Galdrakarlsins í Oz í Borgarleikhúsinu um helgina. Forsætisráðherra, áhrifavaldur og aragrúi leikara voru þar á meðal. Lífið 26. janúar 2026 13:53
Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Tónlistarfólkið Bríet Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson hafa stefnt hvort öðru fyrir dómstólum. Heimildir Vísis herma að málaferlin snúist um höfundar- og eða útgáfurétt. Lífið 26. janúar 2026 06:47
Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Hátt í eitt þúsund sóttu um að komast í áheyrnaprufu sem Íslenski dansflokkurinn auglýsti. Listdansstjóri segir fjölda umsókna langt um fram það sem áður hefur sést og til marks um velgengni flokksins á alþjóðavísu. Innlent 25. janúar 2026 16:15
Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Bergþór Pálsson, óperusöngvari, dvaldi um áramótin í herberginu þar sem eitt ástsælasta óperutónskáld veraldar, Giuseppe Verdi, andaðist fyrir öld og aldarfjórðungi síðan. Það kom til fyrir hreina tilviljun. Lífið 25. janúar 2026 14:44