
Fasteignamarkaður

Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni
Boxarinn og þjálfarinn Davíð Rúnar Bjarnason hefur sett íbúð sína í Grafarvogi á sölu. Er um að ræða rúmlega 120 fermetra eign með palli og ásett verð er 104,9 milljónir.

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta.

Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki
Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.

Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða
Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum.

Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu.

Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina
Hjónin, Aðalsteinn Kjartansson, aðstoðarritstjóri Heimildarinnar, og Elísabet Erlendsdóttir, mMarkaðs- og vefstjóri Ekrunnar, hafa sett glæsilega íbúð við Langholtsveg á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára
Við Fremrastekk í Breiðholti stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús, reist árið 1968. Húsið var endurskipulagt og endurinnréttað árið 2014 af innanhúsarkitektinum Rut Káradóttur. Ásett verð eignarinnar er 189 milljónir króna.

Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir
Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna.

Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð
Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins, Ármót við Hvolsvöll, hefur verið auglýst til sölu. Hafliði Þórður Halldórsson, tamningamaður og reiðkennari, er eigandi búsins sem er á 490 hektara landi. Ásett verð er 1,3 milljarðar króna.

Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann
Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson hafa fest kaup á einbýlishúsi á Akranesi. Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús á einni hæð með bílskúr, staðsett innst í rólegri botnlangagötu. Ásett verð eignarinnar var 89,5 milljónir króna.

Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík
Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir hefur sett rúmgóða og smekklega 144,9 fermetra íbúð við Háteigsveg í Reykjavík á sölu. Íbúðin er í húsi frá árinu 1946, teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 129,9 milljónir króna.

Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið
Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða.

Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík.

Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats
HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats.

Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði?

Sælureitur Frosta og Helgu Gabríelu til sölu
Hjónin Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og áhrifavaldur, hafa sett íbúð sína við Háaleitisbraut á sölu. Eignin er á efstu hæð í fjölbýlishús sem var byggt árið 1964. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Verðlaunahús í Þingholtunum falt fyrir 239 milljónir
Við Laufásveg í Þingholtunum í Reykjavík stendur glæsilegt 267 fermetra einbýlishús á þremur hæðum, reist árið 1903. Húsið er byggt í hinum sígilda sveitserstíl og hefur verið endurnýjað af mikilli natni. Árið 2005 hlaut það sérstaka viðurkenningu frá borgarstjóra Reykjavíkur fyrir vandaðar endurbætur. Ásett verð er 239 milljónir króna.

Heillandi heimili á Kársnesinu fyrir 236 milljónir
Við Huldubraut í Kópavogi stendur glæsilegt 236 fermetra parhús á tveimur hæðum, reist árið 2013. Á neðri hæðinni er sjarmerandi tveggja herbergja aukaíbúð með sérinngangi.

Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ
Hjónin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur og fyrrum Ungfrú Heimur, og Pétur Rúnar Heimisson, markaðs-og þjónustustjóri fasteignafélagsins Heima, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Löngumýri í Garðabæ.

Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir
Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum.

Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna
Listahjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð fjölskyldunnar á sölu í Kópavogi og setja stefuna á Hvalfjarðarsveit, þar sem þau vilja ala upp dóttur sína í sveitasælunni.

Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors
Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, hefur fest kaup á tæplega 200 fermetra glæsiíbúð við Bryggjugötu í Reykjavík. Íbúðin var áður í eigu félagsins Novator F11 ehf. sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgúlfssonar.

Keyptu Björgólf strax út úr Heimum
Kaup Heima á Grósku ehf. af þeim Andra Sveinssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og Birgi Má Ragnarssyni eru nú frágengin. Kaupverðið var greitt með hlutum í Heimum og þeir urðu stærstu hluthafar félagsins. Samhliða uppgjörinu keyptu þeir Andri og Birgir Már Björgólf Thor út úr Heimum, en þeir hafa verið kallaðir hægri og vinstri hönd hans.

Heitur Teitur selur
Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður og fyrrverandi sjónvarpsmaður, hefur sett íbúð sína við Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 91,9 milljónir.

Glæsihöll Haraldar við Elliðavatn
Haraldur Erlendsson geðlæknir hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Breiðahvarf í Kópavogi á sölu. Ásett verð 279,9 milljónir króna.

Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið
Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa fest kaup framtíðarheimili þeirra í Hvörfunum í Kópavogi. Sara greindi frá tímamótunum á samfélagsmiðlum á dögunum.

Ríkissáttasemjari selur glæsihús undir dönskum áhrifum
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari og eiginkona hans, Eyrún Finnbogadóttir tónmenntakennari, hafa sett glæsilegt einbýlishús við Nesbala á Seltjarnarnesi á sölu. Ásett verð er 235 milljónir.

Selur íbúð með náttúruparadís í bakgarðinum
Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri Saffran, hlaupadrottning og förðunarfræðingur, hefur sett fallega íbúð við Kötlufell í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 49,9 milljónir.

Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra flytja á Selfoss
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og eiginkona hans, Fanney Sandra Albertsdóttir, flugfreyja og förðunarfræðingur, hafa fest kaup á parhúsi við Birkihóla á Selfossi. Kaupverðið nam 99,3 milljónum króna.

Greiddu 865 milljónir fyrir Herkastalann
Fasteignafélagið Bergey hefur keypt herkastalann, eitt sögufrægasta hús landsins að Kirkjustræti 2. Félagið greiddi 865 milljónir fyrir eignina.