
Aron tekur við sem forstöðumaður fjárfestinga hjá Eik
Aron Þórður Albertsson, sem starfaði síðast í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, hefur tekið við nýrri stöðu hjá fasteignafélaginu Eik sem forstöðumaður fjárfestinga.
Aron Þórður Albertsson, sem starfaði síðast í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, hefur tekið við nýrri stöðu hjá fasteignafélaginu Eik sem forstöðumaður fjárfestinga.
Með vaxandi ásókn heimilanna í verðtryggð húsnæðislán frá lífeyrissjóðunum, sem bjóða betri kjör en bankarnir nú um stundir, er útlit fyrir að útlánaaukningin á þessu ári muni nema samtals vel á annað hundrað milljarða. Það mun að óbreyttu takmarka svigrúm lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í öðrum eignum.
Vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna er sem fyrr meiri en þegar kemur að einkaneyslunni og hefur því ýtt undir uppsafnaðan sparnað meðal heimila. Þar hefur áhrif hátt raunvaxtastig, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans.
Á undanförnum vikum hefur Gildi haldið áfram að bæta við sig bréfum í bönkunum en í liðnum mánuði keypti sjóðurinn fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í Íslandsbanka og Kviku. Aðrir stærstu lífeyrissjóðir landsins heldu einnig uppteknum hætti og stækkuðu stöður sína.
Útlitið í rekstri JBT Marel er betra en áður var óttast sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á verðmati félagsins núna þegar skýrari mynd er komin á umhverfið eftir „tollaþeytivindu“ bandarískra stjórnvalda, samkvæmt nýrri greiningu.
Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur.
Fjárfestingafélagið Viska Digital Assets hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Viska sjóðir. Samhliða nafnabreytingunni kynnir félagið nýjan sjóð, Viska macro, sem byggir á heildarsýn félagsins á alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýr sjóður leggur áherslu á fjárfestingar í tækni og hörðum eignum, þar sem uppgangur gervigreindarinnar og áhrif hennar á hagkerfi eru leiðandi stef í stefnu sjóðsins.
Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu.
Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.
Á meðan áhugaleysi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í hlutabréfasjóði hélt áfram um mitt sumarið þá varð snarpur viðsnúningur í innflæði í blandaða sjóði.
Gott uppgjör hjá Festi á öðrum fjórðungi, þar sem félagið naut meðal annars góðs af sterku gengi krónunnar og lægra olíuverði, hefur leitt til þess að virðismat á smásölurisanum hefur verið hækkað nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu.
Tekjur og rekstrarhagnaður Eimskips voru nokkuð undir væntingum á öðrum fjórðungi en stjórnendur félagsins segjast samt vera ánægðir með afkomuna með hliðsjón af óvissu og sviptingum á alþjóðamörkuðum.
Eik hefur tekið upp nýtt skipurit samhliða umtalsverðri uppstokkun á stjórnendateymi fasteignafélagsins, meðal annars með fækkun í framkvæmdastjórn, en þær eru gerðar liðlega fjórum mánuðum eftir að Hreiðar Már Hermannsson tók við sem forstjóri félagsins í vor.
Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili.
Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun.
Hlutabréfaverð JBT Marel hefur sjaldan verið hærra eftir miklar hækkanir að undanförnu í kjölfar góðrar niðurstöðu á öðrum fjórðungi og aukinnar bjartsýni fjárfesta um vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinendur hafa nýlega uppfært verðmat sitt á félaginu og ráðlagt fjárfestum að bæta við sig bréfum.
Hlutfallslegt vægi heimila meðal fjárfesta sem eiga hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum hefur farið stöðugt lækkandi á undanförnum árum og hefur núna ekki verið minna frá því fyrir heimsfaraldur.
Tinna Molphy, sem stýrði fjárfestatengslum hjá Marel um árabil, hefur verið ráðin yfir til líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech.
Fjárfestingafélagið Heights Capital Management er komið með nokkuð drjúgan hlut í Alvotech, sem það eignaðist í tengslum við uppgjör á breytanlegum bréfum sem Alvotech tók yfir við kaup á þróunarstarfsemi Xbrane, og er meðal stærri erlendra fjárfesta í hlutahafahópi líftæknilyfjafélagsins. Bandaríski bankinn Morgan Stanley var langsamlega umsvifamestur á söluhliðinni með Alvotech á öðrum fjórðungi þegar hann losaði um meginþorra allra bréfa sinna.
Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.
Eftir að fjárfestar höfðu bætt nánast samfellt verulega við skortstöður sínar með bréf Alvotech á markaði í Bandaríkjunum um nokkurn tíma þá minnkaði umfang þeirra um meira en þriðjung undir lok síðasta mánaðar. Félagið birtir uppgjör sitt eftir lokun markaða á morgun.
Vonir standa til þess að hægt verði að efla rekstur Símans með „frekari ytri vexti“, að sögn stjórnarformanns og stærsta hluthafa fjarskiptafyrirtækisins, en „nauðsynlegt er að útvíkka“ starfsemina vegna takmarkana til að geta stækkað á núverandi kjarnamarkaði.
Þjónustutekjur Myntkaupa, langsamlega stærsti rafmyntaskiptimarkaður landsins, nærri þrefölduðust á síðasta ári samhliða því að eignir í vörslu félagsins jukust að umfangi um marga milljarða. Fjöldi skráðra viðskiptavina hjá Myntkaupum er yfir tuttugu þúsund talsins.
Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna.
Eftir nokkurra ára vinnu Arion banka við að finna kaupenda að fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi náðist samkomulag þess efnis við félagið Reykjanes Investment fyrr í sumar. Bankinn þurfti að innleysa hundruð milljóna króna tap á bókum sínum eftir viðskiptin.
Lúxemborgska félagið Luxaviation Group hefur undirritað viljayfirlýsingu við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Iðunni H2 um kaup á sjálfbæru þotueldsneyti frá og með árinu 2029. Forstjóri og stofnandi Iðunnar H2 segir að um sé að ræða tímamótasamkomulag.
Hagnaður Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var nokkuð umfram spár greinenda og var afkoman drifin áfram af kröftugri aukningu bæði í hreinum vaxtatekjum og þóknanatekjum. Bankinn, sem hóf endurkaup á eigin bréfum í byrjun júlí, áætlar núna að hann sé með um 40 milljarða í umfram eigið fé.
Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.
Kjarnatekjur Arion banka, einkum hreinar vaxtatekjur samhliða hækkandi vaxtamun, jukust verulega milli ára á öðrum fjórðungi en niðurstaða uppgjörsins var á flesta mælikvarða langt yfir væntingum greinenda. Stjórnendur áætla núna að fyrirhuguð innleiðing á nýju bankaregluverki á næstu mánuðum muni bæta níu milljörðum króna við umfram eigið fé bankans.
Rekstur allra rekstrareininga Festi hjá Festi batnaði á öðrum ársfjórðungi, umfram væntingar sumra greinenda, en á meðal þess kom á óvart var aukning í tekjum af sölu eldsneytis og rafmagns þrátt fyrir talsverða lækkun á olíuverði milli ára.