Skoðanakannanir

Fréttamynd

Sam­fylkingin í stórsókn á lands­byggðinni

Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Mesta fylgi síðan 2009

Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Mikill minni­hluti telur stjórnar­and­stöðuna standa sig vel

Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það.

Innlent
Fréttamynd

„Allar kannanir eru með ein­hverja ó­vissu“

Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“

Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill stöðva mál­þóf á Al­þingi

Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál.

Innlent
Fréttamynd

„Easy come, easy go“

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum. 

Innlent
Fréttamynd

Einar horfir til hægri

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri.

Innlent
Fréttamynd

Á­hugi á Bandaríkja­reisum snar­minnkar

Áhugi Íslendinga á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur dvínað eftir að Donald Trump sneri aftur í embætti forseta Bandaríkjanna í upphafi árs. Áhuginn hefur dregist mest saman hjá kjósendum Samfylkingar og Viðreisnar.  

Innlent
Fréttamynd

Áhyggju­efni hversu fáir treysta ís­lenskum fjöl­miðlum

Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. 

Innlent
Fréttamynd

Lítil hreyfing á fylgi stjórn­mála­flokkanna

Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá

Borgarstjóri segir að könnun Maskínu um væntingar til meirihlutans í borginni að mörgu leyti góð fyrir meirihlutann. Rúmur helmingur svarenda ber litlar væntingar til meirihlutans og þá sérstaklega borgarbúar austan Elliðaáa.

Innlent
Fréttamynd

Ein­hleypir karl­menn standa verst

Nær 85 prósent landsmanna segjast ánægðir með líf sitt sem er nokkuð hærra hlutfall en fyrir áratug. Tæplega 7 prósent mælast óánægðir og nær 9 prósent hvorki ánægðir né óánægðir.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur fengi tæpan þriðjung

Ef kosið yrði í Reykjavík á morgun fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæpan þriðjung atkvæða, ef marka má nýja skoðanakönnun. Samfylking fengi fjórðung en enginn annar flokkur næði meira en tíu prósentum atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Um 44 prósent hlynnt inn­göngu í Evrópu­sam­bandið

Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu.

Viðskipti innlent