Innlent

Fréttamynd

Samruninn út um þúfur

Ekkert verður af fyrirhuguðum samruna verktakafyrirtækjanna RIS ehf. og Keflavíkurverktaka. Stjórnir félaganna hafa um nokkurt skeið unnið að samrunanum, en hafa nú fallið frá honum eftir að hafa gaumgæft kosti og galla. Sameinuð hefðu félögin orðið að þriðja stærsta verktakafyrirtæki landsins, en stjórnarmenn komust að þeirri niðurstöðu að sameiningin hefði ekki leitt til þeirrar hagræðingar sem að var stefnt og var því ákveðið að falla frá henni.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt veftímarit um stjórnmál og stjórnsýslu opnað í dag

Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, opnaði nýtt veftímarit íslenskra stjórnmála- og stjórnsýslufræðinga í dag, föstudag. Tímaritið er gefið út af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og er öllum opið. Vefslóðin er www.stjornmalogstjornsysla.is

Innlent
Fréttamynd

Enn vantar í 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar

Enn vantar starfsfólk í tæp 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar samkvæmt nýjum tölum frá menntasviði borgarinnar. Mestur er skorturinn á starfsfólki í Grafarvogi og Kjalarnesi, en þar vantar 17 starfsmenn, og í Árbæ og Grafarholti vantar fólk í ellefu og hálft stöðugildi

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarflokkarnir ósammála um Íbúðalánasjóð

Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ólgu innan stjórnarflokkanna um Íbúðalánasjóð tifandi tímasprengju. Greinilegt sé að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji loka Íbúðalánasjóði strax á morgun, en flestir framsóknarmenn vilji að hann starfi áfram. Óljóst sé þó með formann flokksins og forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu í Baugsmáli

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Þegar hefur verið ákveðið að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt útboðsferli í Héðinsfjarðargöng

Nýtt útboðsferli Héðinsfjarðarganga er hafið og óskuðu sex verktakasamstæður eftir því að fá að bjóða í verkið, þeirra á meðal kínverskt járnbrautafyrirtæki. Stefnt er að því að borun ganganna hefjist næsta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka vöruverð

Það er algjörlega á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka verð á matvælum með því að afnema innflutningshöft og draga úr ofurskattlagningu matvæla. Þetta segir forstjóri Haga, þess fyrirtækis sem ræður 47 prósentum af matvörumarkaðnum hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Pakkajól fara vel af stað

Í dag var fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Hjálparstarfs Kirkjunnar afhentir fyrstu pakkarnir sem safnast hafa saman undir jólatrénu í Kringlunni. Jólapakkarnir eru til handa þeim sem þurfa á aðstoð að halda um jólin og er hægt að merkja pakkana með aldri og kyni þess barns sem pakkinn höfðar til. Síðasti dagurinn sem tekið er á móti pökkum í Kringlunni er miðvikudagurinn, 21. desember. Það eru Kringlan, Bylgjan og Íslandspóstur sem standa að þessi árlegu pakkasöfnun.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli iðnaðarráðherra útúrsnúningar

Orkufyrirtæki hafa fengið loforð fyrir nýtingarleyfi samhliða rannsóknarleyfi vegna jarðhita. Iðnaðarráðherra segir hins vegar að slíkum leyfum sé ekki úthlutað ef nota eigi orkuna til raforkuframleiðslu. Þingmenn Samfylkingarinnar í iðnaðarnefnd segja þetta útúrsnúninga. Ekki sé hægt að skilja á milli raforkuframleiðslu og annarrar nýtingar. Ljóst sé að ef búið sé að úthluta auðlindum á þennan hátt verði þeim ekki úthlutað aftur.

Innlent
Fréttamynd

Indriði H. Þorláksson sýknaður af meiðyrðum

Hæstiréttur sýknaði í dag Indriða H. Þorláksson af meiðyrðakröfu danska skattasérfræðingsins Edwin G. Shelton. Shelton krafðist þess að ummæli sem Indriði birti í Morgunblaðinu í desember 2003 yrðu dæmd dauð og ómerk.

Innlent
Fréttamynd

Heildarafli íslenskra skipa minni en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í nóvember var 97,4 þúsund tonn og dróst saman um 29,2% frá sama mánuði í fyrra. Samdráttinn má helst skýra með minni síldarafla en einnig minnkaði þorsk- og ýsuafli á milli ára. Milli ára dróst verðmæti fiskaflans saman um 11,1% á föstu verðlagi. Frá þessu er greint í Vegvísi Landsbankans.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki áformar að opna skrifstofu í Kína

Alþjóða- og fjárfestingasvið Íslandsbanka áformar að opna skrifstofu í Shanghai, Kína á næsta ári. Skrifstofan mun auðvelda bankanum að þjónusta viðskiptavini Íslandsbanka í Kína og Asíu. Bjarni Ármannsonn, forstjóri Íslandsbanka, segist segir æ fleiri Norsk og Íslensk fyrir þegar komin með eða hafa í hyggju að koma á starfsemi í Kína og Asíu. Íslandsbanki er fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja til að koma á fót skrifstofu í Asíu.

Innlent
Fréttamynd

Norrænir ráðherrar hittast á morgun og ræða viðbrögð við fuglaflensufaraldri

Á morgun, föstudag, munu norrænu heilbrigðisráðherrarnir funda í Kaupmannahöfn til að móta norræna stefnu um hvernig bregðast skuli við ef fuglaflensufaraldur brýst út. Óformlegur fréttamannafundur verður haldinn á hádegi á Hotel Hilton við Kastrup flugvöll. Síðastliðinn þriðjudag tilkynnti Morgan Johansson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar að ákveðið hefði verið að taka upp samstarf við einkalyfjafyrirtæki um byggingu nýrrar lyfjaverksmiðju í Svíþjóð.

Innlent
Fréttamynd

Holræsagjald borgarbúa lækkar á næsta ári

Orkuveita Reykjavíkur tekur við rekstri fráveitna fjögurra sveitarfélaga um áramótin. Holræsagjald borgarbúa mun lækka í framhaldinu. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir þetta mikið framfaraskref.

Innlent
Fréttamynd

Gunnarsstofnun fagnar upplýsingum um Nóbelsverðlaun

Stofnun Gunnars Gunnarssonar fagnar því að loksins skuli komnar fram upplýsingar sem varpa ljósi á ástæður þess að Gunnar Gunnarsson varð ekki þess heiðurs aðnjótandi að taka við Nóbelsverðlaunum í Stokkhólmi 1955.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir vörslu barnakláms

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tæplega fertugan karlmann í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Í tölvu mannsins fundust rúmlega þrjú hundruð ljósmyndir og sautján stuttar hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Lögreglan fann myndirnar eftir að maðurinn fór með tölvuna í viðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur vísaði sýknudómi vegna kynferðisbrota aftur til Héraðsdóms

Hæstiréttur vísaði sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra aftur heim í hérað. Maðurinn hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn systurdóttur sinni. Meint brot áttu sér stað í ágúst 2003 þegar telpan var tíu ára gömul og bar stúlkan fyrir héraðsdómi að maðurinn hefði þreifað á rassi sínum og kynfærum. Málinu var vísað aftur heim í hérað til frekari meðferðar og dómsálagningar að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Suður Kóreu

Í dag var undirritaður fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Undirritunin fór fram í Hong Kong þar sem ráðherrarnir sitja nú ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, furðar sig á ályktun Sambands ungra framsóknarmanna frá því í morgun, en hana má skilja sem svo, að þar sem að ungir framsóknarmenn telji Árna Magnússon vera „flottan fulltrúa flokksins", þá sé hann hafinn yfir landslög. Ungir jafnaðarmenn telja þvert á móti að flottast hefði verið hjá félagsmálaráðherra að viðurkenna að hann hafi gert mistök og segja af sér ráðherradómi eftir dóm Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Engin rækja í fyrsta sinn í hálfa öld

Engin rækja var veidd við Ísland í síðasta mánuði sem ekki hefur gerst í hálfa öld. Fyrir aðeins tíu árum slagaði aflaverðmæti rækju hátt upp í aflaverðmæti þorsksins og fjöldi skipa stundaði veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn fannst látinn

Pilturinn sem lögregla og björgunarsveitir hafa leitað að frá í gær fannst upp úr klukkan tólf, og var hann látinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann drenginn í sjónum í Nauthólsvík.

Innlent
Fréttamynd

Kafarar leita piltsins

Lögreglan í Reykjavík og björgunarsveitarmenn leita enn Einars Haraldssonar, 18 ára pilts sem saknað hefur verið frá því skömmu eftir miðnætti á þriðjudagskvöld. Kafarar leita nú í Nauthólsvík og fjörur eru gengnar beggja vegna vogarins.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiði eystri enn lokuð fyrir umferð

Vegir eru víða greiðfærir einkum á Suður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni um klukkan hálf tíu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Þá er þæfingsfærð og skafrenningur á Lágheiði og hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði.

Innlent
Fréttamynd

Forysta leikskólakennara og Reykjavíkurborg funda í næstu viku

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgrstjóri vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar NFS fyrr í morgun varðandi kjarasamning leikskólakennara. Hún segir að til standi að funda með forystu leikskólakennarana 19. desember næstkomandi þegar niðurstaða úr atkvæðagreiðslu Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar muni liggja fyrir.

Innlent