Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2025 14:08 Fjöldi fólks slasaðist þegar Paul Doyle ók bíl sínum inn í mannhafið í Liverpool-borg. Getty/Owen Humphreys Hinn 54 ára gamli Paul Doyle var í dag dæmdur til fangelsisvistar í 21 og hálft ár fyrir að aka bíl í bræði sinni í gegnum þvögu af meira en hundrað manns í Liverpool-borg í vor, þegar verið var að fagna Englandsmeistaratitlinum í fótbolta. Liverpool-fólk fagnaði Englandsmeistaratitlinum þann 26. maí og safnaðist múgur og margmenni saman í borginni til að gleðjast. Gleðin breyttist hins vegar í martröð þegar Doyle ók bifreið sinni í gegnum op á vegatálmum, sem myndað hafði verið fyrir sjúkrabíl, og inn í stóran hóp fólks sem átti fótum sínum fjör að launa. Doyle var dæmdur fyrir að hafa valdið 29 manns skaða, allt frá sex mánaða ungabarni til 77 ára gamals manns. Á meðal fólks í nágrenninu voru Íslendingar sem ætluðu sér að njóta sigurhátíðarinnar en enduðu á að hrósa happi yfir að hafa sloppið. Doyle hafði í upphafi neitað sök en snerist svo hugur á öðrum degi réttarhaldanna og játaði sök í öllum ákæruliðum. Ákæruliðirnir voru 31 talsins, þar af sautján fyrir tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðingum, níu fyrir að valda alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi, þrír fyrir líkamsárás af ásetningi, og svo fyrir hættulegan akstur og óspektir á almannafæri. Örin á sálinni mun dýpri BBC tók saman nokkur af ummælum fórnarlamba Doyle. „Ekki sitja í vitnastúkunni og vorkenna sjálfum þér,“ sagði hin 55 ára gamla Susan Farrell og bætti við að elsta dóttir hennar „hefði ekki horft á einn einasta leik síðan“ því „hljóðin í söngvunum vekja upp óbærilegar minningar“. „Ég mun aldrei losna við það sem ég sá þennan dag,“ sagði hinn fertugi Paul Fitzsimons, sem hélt að Doyle væri að fremja hryðjuverkaárás. „Hverja vakandi stund finnst mér þetta atvik fylgja mér,“ sagði kona sem þarf að „endurupplifa hinar skelfilegu stundir aftur og aftur“ þegar bíll Doyle keyrði á barnavagn sex mánaða gamals barnabarns hennar. „Ég vildi að ég hefði aldrei farið í skrúðgönguna eða stutt Liverpool,“ sagði Ian Passey, 47 ára. Hann rifjaði upp að hafa séð 77 ára gamla móður sína fasta undir bíl með höfuðið „í blóðpolli“. Stefan Dettlaff, 73 ára, sagði að eiginkona hans, Hilda, sem var með honum í skrúðgöngunni, hefði breyst „úr sterkri, sjálfstæðri og umhyggjusamri eiginkonu og móður í skel af manneskju sem ég þekki stundum ekki“. „Líkamlegu örin eru sýnileg, en þau tilfinningalegu eru dýpri,“ sagði hinn 62 ára gamli Robin Darke en árásin olli honum varanlegri afmyndun. Móðir 11 ára drengs sagði að áreksturinn „hefði ekki aðeins skaðað líkama hans, heldur skilið eftir tilfinningaleg ör á allri fjölskyldunni“. Enski boltinn Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Liverpool-fólk fagnaði Englandsmeistaratitlinum þann 26. maí og safnaðist múgur og margmenni saman í borginni til að gleðjast. Gleðin breyttist hins vegar í martröð þegar Doyle ók bifreið sinni í gegnum op á vegatálmum, sem myndað hafði verið fyrir sjúkrabíl, og inn í stóran hóp fólks sem átti fótum sínum fjör að launa. Doyle var dæmdur fyrir að hafa valdið 29 manns skaða, allt frá sex mánaða ungabarni til 77 ára gamals manns. Á meðal fólks í nágrenninu voru Íslendingar sem ætluðu sér að njóta sigurhátíðarinnar en enduðu á að hrósa happi yfir að hafa sloppið. Doyle hafði í upphafi neitað sök en snerist svo hugur á öðrum degi réttarhaldanna og játaði sök í öllum ákæruliðum. Ákæruliðirnir voru 31 talsins, þar af sautján fyrir tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðingum, níu fyrir að valda alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi, þrír fyrir líkamsárás af ásetningi, og svo fyrir hættulegan akstur og óspektir á almannafæri. Örin á sálinni mun dýpri BBC tók saman nokkur af ummælum fórnarlamba Doyle. „Ekki sitja í vitnastúkunni og vorkenna sjálfum þér,“ sagði hin 55 ára gamla Susan Farrell og bætti við að elsta dóttir hennar „hefði ekki horft á einn einasta leik síðan“ því „hljóðin í söngvunum vekja upp óbærilegar minningar“. „Ég mun aldrei losna við það sem ég sá þennan dag,“ sagði hinn fertugi Paul Fitzsimons, sem hélt að Doyle væri að fremja hryðjuverkaárás. „Hverja vakandi stund finnst mér þetta atvik fylgja mér,“ sagði kona sem þarf að „endurupplifa hinar skelfilegu stundir aftur og aftur“ þegar bíll Doyle keyrði á barnavagn sex mánaða gamals barnabarns hennar. „Ég vildi að ég hefði aldrei farið í skrúðgönguna eða stutt Liverpool,“ sagði Ian Passey, 47 ára. Hann rifjaði upp að hafa séð 77 ára gamla móður sína fasta undir bíl með höfuðið „í blóðpolli“. Stefan Dettlaff, 73 ára, sagði að eiginkona hans, Hilda, sem var með honum í skrúðgöngunni, hefði breyst „úr sterkri, sjálfstæðri og umhyggjusamri eiginkonu og móður í skel af manneskju sem ég þekki stundum ekki“. „Líkamlegu örin eru sýnileg, en þau tilfinningalegu eru dýpri,“ sagði hinn 62 ára gamli Robin Darke en árásin olli honum varanlegri afmyndun. Móðir 11 ára drengs sagði að áreksturinn „hefði ekki aðeins skaðað líkama hans, heldur skilið eftir tilfinningaleg ör á allri fjölskyldunni“.
Enski boltinn Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira