Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2025 10:32 Hadush Gerberslasie Kebatu (41), er hælisleitandi frá Eþíópíu en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot, meðal annars gegn táningsstúlku. Lögreglan í Essex Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira