Mosfellsbær

Játaði leynilega upptöku af ungum stúlkum inni á baðherbergi
Karlmaður búsettur í Mosfellsbæ hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið upp myndskeið á símann sinn af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Þá þarf karlmaðurinn að greiða hvorri stúlku fyrir sig eina milljón króna í miskabætur.

Féll niður vök á Hafravatni
Upp úr hádegi í dag var manneskju bjargað sem hafði fallið niður vök á Hafravatni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum
Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum.

Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi
Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni.

Mest fjölgun í Reykjavík en hlutfallslega í Fljótsdalshreppi
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.133 á þrettán mánaða tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 768 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 519 íbúa.

Ísinn brast undan mótorhjólamanni á Hafravatni
Maður á mótorhjóli datt ofan í Hafravatn þegar ísinn á vatninu brast undan honum skömmu eftir hádegi í dag. Maðurinn var kominn í land af sjálfsdáðum þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn en var fluttur blautur og hrakinn á sjúkrahús.

Aflýsa öllum áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Reyndist dvelja ólöglega í landinu og vistaður í fangaklefa
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Einn ökumaður, sem stöðvaður var vegna fíkniefnaaksturs, reyndist dvelja ólöglega í landinu.

Leynileg upptaka af ólögráða stelpum í Mosfellsbæ
Einstaklingur búsettur í Mosfellsbæ hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Er honum gefið að sök að hafa að kvöldi föstudags í maí í fyrra á heimili sínu í Mosfellsbæ stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi.

Þakplötur fuku af húsi í Mosfellsbæ
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi í Mosfellsbæ í hvassviðrinu skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi.

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks
Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið
Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð.

Leggja fram þingsályktunartillögu um Sundabraut í einkaframkvæmd
Þingsályktunartillaga sem kveður á um að samgönguráðherra verði falið að bjóða út hönnun, fjármögnun og rekstur Sundabrautar í einkaframkvæmd hefur verið lögð fram á Alþingi.

Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit
Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum.

Lyfja kaupir Apótek MOS
Lyfja hefur náð samkomulagi við eigendur Apóteks MOS um kaup á apótekinu. Apótek MOS hefur starfað í Mosfellsbæ frá árinu 2016.

Tuttugu tilkynningar bárust vegna hávaða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt, en níutíu mál voru skráð hjá henni frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna innbrota og þjófnaða
Karlmaður á sextugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í umdæminu.

Innlit inn í þýfisgeymsluna á Vínlandsleið
Lögregla lagði hald á mikið af þýfi í tveimur húsum í stórri aðgerð í Mosfellsbæ í gær. Einn var handtekinn í aðgerðunum.

Knúðu dyra og stálu síma og 600 þúsund krónum
Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni.

Lögðu út naglamottur og beittu úðavopni til að ná manni sem var talinn ógnandi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg.