Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Harma á­form stjórn­valda sem heimila hækkun gjalda

Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Guð­jón Ragnar skipaður skóla­meistari

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitar­fé­lagi”

Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki á­hyggjur af svindli með nýju náms­mati

Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli.

Innlent
Fréttamynd

Er með hug­mynd að nafni sem gæti vel gengið

Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst.

Innlent
Fréttamynd

Náms­mat og Mats­ferill – Tæki­færi til um­bóta í skóla­starfi

Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best?

Skoðun
Fréttamynd

Enn deilt um sam­einingu: „Í raun sé verið að leggja niður Há­skólann á Akur­eyri“

Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Frá upp­lausn til upp­byggingar

Á þessum vettvangi birtist nýlega grein eftir Friðrik Þór Friðriksson og Böðvar Bjarka Pétursson. Í greininni kom fram furðuleg sýn á rekstur Kvikmyndaskóla Íslands, full af rangfærslum og ónákvæmni. Greinin birtist í kjölfar fjölda áreitinna tölvupósta frá Böðvari Bjarka, sem beint hefur verið að starfsfólki og nemendum skólans.

Skoðun
Fréttamynd

Ríf­lega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400

Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála.

Innlent
Fréttamynd

Lesblinda og skóla­hald á Norður­löndunum

Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauð­syn“

Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Hafa börn frjálsan vilja?

Í starfi mínu sem kennari hef ég oft velt því fyrir mér hvert hlutverk mitt sé í lífi barnanna sem ég kenni. Ég kenni þeim lestur og stærðfræði, málfræði og sögu en stundum spyr ég sjálfan mig, hvað meira er ég að kenna? Og hvað ætti ég að kenna meira?

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lags­lega mikil­væg innviðafjárfesting að efla ís­lenska tungu

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja leiðin í náms­mati stuðlar að snemmtækri í­hlutun

Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Borgar sig að van­meta menntun?

„Borgar sig að van­meta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgar sig að van­meta menntun?

Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðaáætlun í mennta­málum ekki mark­viss

Ný aðgerðaáætlun í menntamálum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er metnaðarfullt skjal og vel upp sett. Fyrir árslok 2027 á að hrinda í framkvæmd samtals 21 aðgerð í 111 liðum eða einum slíkum aðgerðalið á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum.

Skoðun
Fréttamynd

Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri

Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri á­tök = verri út­koma í lestri?

Árið er 2025. Fjórðungur aldar er liðinn frá því að fyrsta stórátakið í lestri hófst á Íslandi og þjóðin hefur margsinnis verið minnt á mikilvægi læsis og lesskilnings. Læsi í víðum skilningi er nátengt samskiptum okkar við aðra.

Skoðun