Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2025 16:59 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að tveir dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn (ICC) verði beittir refsiaðgerðum. Er það vegna meintrar óvildar dómaranna í garð Ísrael og óréttmætra aðgerða, samkvæmt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Aðgerðirnar beinast, samkvæmt upplýsingum á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, að dómurunum Gocha Lordkipanidze frá Georgíu og Erdenebalsuren Damdin frá Mongólíu. Eru þeir sagðir hafa tekið beinan þátt í því að rannsaka, handtaka og lögsækja ísraelska ríkisborgara, án samþykkis yfirvalda þar. Þá segir ennfremur að hvorki Bandaríkin né Ísrael séu aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og því heyri Bandaríkjamenn og Ísraelar ekki undir hann. Nánast öll önnur vestræn lýðræðisríki eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Rubio segir í yfirlýsingu að Bandaríkin muni standa gegn ofstæki dómara ICC og verjast misbeitingu valds þeirra og „augljósri vanvirðingu“ þeirra fyrir fullveldi Bandaríkjanna og Ísrael. Brugðist verði við þessum aðgerðum með áþreifanlegum afleiðingum fyrir dómarana. Today, the Trump Administration is sanctioning two International Criminal Court judges directly engaged in politicized and illegitimate actions against Israel. The United States has been clear: we will continue to respond with significant and tangible consequences to protect…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) December 18, 2025 Bandaríkjamenn hafa áður beitt starfsmenn dómstólsins refsiaðgerðum. Yfirsaksóknari ICC kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og þá hafa bankareikningar hans verið frystir og félagasamtök eru hætt að vinna með dómstólnum vegna þessara refsiaðgerða. Þeim var beitt í febrúar eftir að dómarar við ICC gáfu út handtökuskipun á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Dómararnir tveir sem verið er að beita refsiaðgerðum greiddu á mánudaginn atkvæði með meirihluta dómara ICC um að fella ekki niður handtökuskipanirnar á hendur Netanjahú og Gallant og að halda áfram rannsóknum á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa nú beitt að minnsta kosti átta dómara og þrjá saksóknara refsiaðgerðum af þessu tagi. AFP fréttaveitan vitnar í yfirlýsingu frá dómstólnum þar sem segir að um sé að ræða grófa árás á sjálfstæði óháðs dómstóls. Refsiaðgerðunum er hafnað. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Aðgerðirnar beinast, samkvæmt upplýsingum á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, að dómurunum Gocha Lordkipanidze frá Georgíu og Erdenebalsuren Damdin frá Mongólíu. Eru þeir sagðir hafa tekið beinan þátt í því að rannsaka, handtaka og lögsækja ísraelska ríkisborgara, án samþykkis yfirvalda þar. Þá segir ennfremur að hvorki Bandaríkin né Ísrael séu aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og því heyri Bandaríkjamenn og Ísraelar ekki undir hann. Nánast öll önnur vestræn lýðræðisríki eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Rubio segir í yfirlýsingu að Bandaríkin muni standa gegn ofstæki dómara ICC og verjast misbeitingu valds þeirra og „augljósri vanvirðingu“ þeirra fyrir fullveldi Bandaríkjanna og Ísrael. Brugðist verði við þessum aðgerðum með áþreifanlegum afleiðingum fyrir dómarana. Today, the Trump Administration is sanctioning two International Criminal Court judges directly engaged in politicized and illegitimate actions against Israel. The United States has been clear: we will continue to respond with significant and tangible consequences to protect…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) December 18, 2025 Bandaríkjamenn hafa áður beitt starfsmenn dómstólsins refsiaðgerðum. Yfirsaksóknari ICC kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og þá hafa bankareikningar hans verið frystir og félagasamtök eru hætt að vinna með dómstólnum vegna þessara refsiaðgerða. Þeim var beitt í febrúar eftir að dómarar við ICC gáfu út handtökuskipun á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Dómararnir tveir sem verið er að beita refsiaðgerðum greiddu á mánudaginn atkvæði með meirihluta dómara ICC um að fella ekki niður handtökuskipanirnar á hendur Netanjahú og Gallant og að halda áfram rannsóknum á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa nú beitt að minnsta kosti átta dómara og þrjá saksóknara refsiaðgerðum af þessu tagi. AFP fréttaveitan vitnar í yfirlýsingu frá dómstólnum þar sem segir að um sé að ræða grófa árás á sjálfstæði óháðs dómstóls. Refsiaðgerðunum er hafnað.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira