Ísland verður ekki með í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. desember 2025 16:17 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti stjórn Ríkisútvarpsins að hann hefði tekið ákvörðun um að Ísland yrði ekki með í Eurovision. Vísir/Vilhelm Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis. Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva samþykktu í síðustu viku að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. Nokkur lönd tilkynntu þá þegar að þau myndu draga sig úr keppninni. Þeirra á meðal voru Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins hefur áður sagt ákvörðun um þátttöku Íslands verða tekna í dag en lokafrestur til að tilkynna EBU um þátttöku rennur út í dag. Frétt uppfærð 16:35: Horfa má á tilkynningu þeirra Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og Stefáns Jóns Hafsteins stjórnarformanns Ríkisútvarpsins hér beint fyrir neðan. Muni ekki ríkja friður og gleði Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu segir að ákveðið hafi verið að taka ekki þátt í keppninni sem fer fram í Vínarborg í Austurríki á næsta ári. Þátttaka ísraelska ríkissjónvarpsins KAN hafi undanfarið valdið óeiningu, bæði meðal aðildarstöðva Sambands evrópskra útvarpsstöðva og almennings. Þar er þess getið að þátttaka KAN hafi verið tekin til ítarlegrar umræðu á fundum EBU fyrr á þessu ári, fyrst í London og svo í Genf. Á fundinum í Genf hafi mikill meirihluti aðildarstöðva EBU samþykkt að ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á reglum og framkvæmd keppninnar væru fullnægjandi og því kom ekki til atkvæðagreiðslu um þátttöku KAN í keppninni. Frá stjórnarfundi RÚV í dag. Vísir/Vilhelm „Útvarpsstjóri gerði grein fyrir því á fundinum í Genf að þrátt fyrir að breytingarnar kæmu til móts við margar af þeim athugasemdum sem fulltrúar RÚV hefðu gert á ýmsum stigum EBU-samstarfsins síðustu ár væru enn efasemdir að mati RÚV um að þær dygðu til,“ segir í tilkynningunni. Ítrekað hafi komið fram að hagsmunaaðilar hér á landi, til dæmis samtök listamanna og íslenskur almenningur væri andvígur þáttöku. Þá hefði stjórn RÚV óskað eftir því við EBU að KAN yrði vikið úr keppninni með hliðsjón af fordæmum. Málið væri flókið úrlausnar og hefði nú þegar skaðað orðspor keppninnar og EBU. Mikilvægt væri að finna lausn fyrir alla hlutaðeigandi. „Ljóst er miðað við opinbera umræðu hér á landi og viðbrögð við ákvörðun EBU sem tekin var í síðustu viku að hvorki mun ríkja gleði né friður um þátttöku RÚV í Eurovision. Það er því niðurstaða RÚV að tilkynna EBU um það í dag að RÚV taki ekki þátt í Eurovision á næsta ári.“ Ekkert liggi fyrir um söngvakeppni „Söngvakeppnin og Eurovision hafa ávallt haft það markmið að sameina íslensku þjóðina en nú er ljóst að því markmiði verður ekki náð og á þeim dagskrárlegu forsendum er þessi ákvörðun tekin. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort haldin verður söngvakeppni á vegum RÚV á næsta ári. Verið er að meta fyrirliggjandi kosti í stöðunni og verður ákvörðun um það kynnt þegar hún liggur fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva samþykktu í síðustu viku að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. Nokkur lönd tilkynntu þá þegar að þau myndu draga sig úr keppninni. Þeirra á meðal voru Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins hefur áður sagt ákvörðun um þátttöku Íslands verða tekna í dag en lokafrestur til að tilkynna EBU um þátttöku rennur út í dag. Frétt uppfærð 16:35: Horfa má á tilkynningu þeirra Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og Stefáns Jóns Hafsteins stjórnarformanns Ríkisútvarpsins hér beint fyrir neðan. Muni ekki ríkja friður og gleði Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu segir að ákveðið hafi verið að taka ekki þátt í keppninni sem fer fram í Vínarborg í Austurríki á næsta ári. Þátttaka ísraelska ríkissjónvarpsins KAN hafi undanfarið valdið óeiningu, bæði meðal aðildarstöðva Sambands evrópskra útvarpsstöðva og almennings. Þar er þess getið að þátttaka KAN hafi verið tekin til ítarlegrar umræðu á fundum EBU fyrr á þessu ári, fyrst í London og svo í Genf. Á fundinum í Genf hafi mikill meirihluti aðildarstöðva EBU samþykkt að ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á reglum og framkvæmd keppninnar væru fullnægjandi og því kom ekki til atkvæðagreiðslu um þátttöku KAN í keppninni. Frá stjórnarfundi RÚV í dag. Vísir/Vilhelm „Útvarpsstjóri gerði grein fyrir því á fundinum í Genf að þrátt fyrir að breytingarnar kæmu til móts við margar af þeim athugasemdum sem fulltrúar RÚV hefðu gert á ýmsum stigum EBU-samstarfsins síðustu ár væru enn efasemdir að mati RÚV um að þær dygðu til,“ segir í tilkynningunni. Ítrekað hafi komið fram að hagsmunaaðilar hér á landi, til dæmis samtök listamanna og íslenskur almenningur væri andvígur þáttöku. Þá hefði stjórn RÚV óskað eftir því við EBU að KAN yrði vikið úr keppninni með hliðsjón af fordæmum. Málið væri flókið úrlausnar og hefði nú þegar skaðað orðspor keppninnar og EBU. Mikilvægt væri að finna lausn fyrir alla hlutaðeigandi. „Ljóst er miðað við opinbera umræðu hér á landi og viðbrögð við ákvörðun EBU sem tekin var í síðustu viku að hvorki mun ríkja gleði né friður um þátttöku RÚV í Eurovision. Það er því niðurstaða RÚV að tilkynna EBU um það í dag að RÚV taki ekki þátt í Eurovision á næsta ári.“ Ekkert liggi fyrir um söngvakeppni „Söngvakeppnin og Eurovision hafa ávallt haft það markmið að sameina íslensku þjóðina en nú er ljóst að því markmiði verður ekki náð og á þeim dagskrárlegu forsendum er þessi ákvörðun tekin. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort haldin verður söngvakeppni á vegum RÚV á næsta ári. Verið er að meta fyrirliggjandi kosti í stöðunni og verður ákvörðun um það kynnt þegar hún liggur fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Tengdar fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. 5. desember 2025 20:11 „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 10. desember 2025 09:36 Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. 9. desember 2025 12:48 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. 5. desember 2025 20:11
„Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 10. desember 2025 09:36
Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. 9. desember 2025 12:48