Tyrkland

Fréttamynd

Sam­þykktu fangaskipti á næstu dögum

Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022.

Erlent
Fréttamynd

Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi

Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við.

Erlent
Fréttamynd

Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár

Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er.

Erlent
Fréttamynd

„Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt í Istanbúl í Tyrklandi, þótt Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hafi sent lágt setta erindreka. Það segist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð

Sendinefndir frá bæði Úkraínu og Rússlandi verða í Tyrklandi í dag en óljóst er hvort þær munu í raun hittast. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, neitaði að hitta Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í persónu og sendi þess í stað tiltölulega lágt setta erindreka.

Erlent
Fréttamynd

Sjónar­spil í Istanbul

Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Sænskur blaða­maður dæmdur fyrir að móðga Erdogan

Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök.

Erlent
Fréttamynd

Ólympíufari lést í elds­voða

Tyrkneski skíðamaðurinn Berkin Usta, sem keppti á Vetrarólympíuleikunum fyrir þremur árum, lést í eldsvoða í gær ásamt föður sínum.

Sport
Fréttamynd

Yfir 1.100 hand­teknir í mót­mælunum í Tyrk­landi

Yfir 1.100 manns hafa verið handteknir í Tyrklandi frá því að gríðarleg mótmæli brutust út í landinu 19. mars síðastliðinn, í kjölfar handtöku Ekrem İmamoğlu. Að minnsta kosti tíu blaðamann voru handteknir í Istanbul og Izmir.

Erlent
Fréttamynd

Öcalan vill leysa upp PKK

Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, uppreisnarsamtaka Kúrda, vill að liðmenn þeirra leggi niður vopn og að samtökin verði leyst upp. Þetta kann að marka endalok átaka sem hafa staðið milli Kúrda og tyrkneskra stjórnvalda í um fjörutíu ár.

Erlent
Fréttamynd

76 látnir eftir elds­voðann í Tyrk­landi

Tala látinna eftir brunann á skíðahótelinu í Tyrklandi aðfararnótt gærdagsins hefur hækkað og eru nú 76 taldir hafa látist og eru um fímmtíu slasaðir. Tyrklandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Vara við upp­risu ISIS

Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin í beinum sam­skiptum við HTS í Sýr­landi

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“

Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra.

Erlent
Fréttamynd

Sýr­lenska þjóðin á kross­götum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?

Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um.

Erlent
Fréttamynd

Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa

Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl

Icelandair hefur bætt nýjum áfangastað við leiðakerfið sitt, hinni sögufrægu borg Istanbul í Tyrklandi. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september 2025 og er flugtími um fimm klukkustundir og 30 mínútur.

Viðskipti innlent