Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 10:20 Magga Stína lendir síðar í dag í Amsterdam þar sem hún mun hvíla sig næstu daga. Aðsend Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. „Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“ Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“
Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira