Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 10:20 Magga Stína lendir síðar í dag í Amsterdam þar sem hún mun hvíla sig næstu daga. Aðsend Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. „Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“ Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
„Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“
Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira