Heilbrigðismál

Fréttamynd

Inga mundaði skófluna við Sól­tún

Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027.

Innlent
Fréttamynd

„Það er sam­keppni um starfs­fólk“

Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. 

Innlent
Fréttamynd

Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við

Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa.

Innlent
Fréttamynd

„Eftir höfðinu dansa limirnir“

Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 

Innlent
Fréttamynd

Hand­tóku stjórn­endur sjúkra­hússins vegna ætlaðra barns­drápa

Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin.

Erlent
Fréttamynd

Upp­bygging hjúkrunarheimila

Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra.

Skoðun
Fréttamynd

Hommar mega enn ekki gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endur­gjalds

Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið.

Innlent
Fréttamynd

Vill tryggja bráða­viðbragð í Ör­æfum allan ársins hring

Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Læknanemar fái víst launa­hækkun

Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­þjónusta á kross­götum?

Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Lækna­nemar látnir borga hagræðingarbrúsann

Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekkert líf“

Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að huga að for­vörnum“

Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. 

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf leiðinda­mál að lenda í svona“

Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ó­sýni­leg veikindi hafi ekki minna vægi

„Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. 

Lífið
Fréttamynd

Þegar bráðamóttakan drepur þig hraðar

Það er eitthvað mikið að menningu heilbrigðiskerfisins þegar einstaklingur stendur frammi fyrir því vali að þjást vegna áverka eða alvarlegra veikinda eða setja sig í lífshættu með því að leita aðstoðar á bráðamóttöku Landspítala. Ég er þannig einstaklingur og get ekki orða bundist lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Sjúkra­tryggingar fagna skýrslu Ríkis­endur­skoðunar

Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á lögum um sjúkra­tryggingar mis­muni eftir efna­hags­stöðu

Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifa­valdur sakaður um að bera á­byrgð á dauða dóttur sinnar

Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að boð og bönn ráð­herra muni setja verslanir í þrot

Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns.

Innlent