Ofbeldi gegn börnum

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fenglsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur.

Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”.

Dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að setja stjúpbörn sín í nauðungarvinnu
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, fyrir brot í nánu sambandi og fyrir peningaþvætti.

Árs fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn sambýliskonu og stjúpdóttur
Karlmaður var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar, fyrir að hafa ítrekað ógnað lífi þeirra og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn hlýtur dóm fyrir brot gegn mæðgunum.

Fimm ára fangelsi fyrir að brjóta ítrekað á barnungri frænku sinni
Landsréttur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni yfir tæplega tíu ára tímabil og mildað þar með héraðsdóms yfir manninum um eitt ár. Brotaþoli var fimm ára þegar brotin hófust.

Fangelsisdómur Þorsteins vegna kynferðisbrota gegn ungum pilti staðfestur
Landsréttur staðfest í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness gegn Þorsteini Halldórssyni frá 2020 þar sem honum var gerður upp hegningarauki upp á þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti.

Gæsluvarðhald vegna gruns um brot gegn sautján stúlkum framlengt
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður á sjötugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 25. apríl vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn sautján stúlkum.

Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söngkeppni framhaldsskólanna
Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum.

Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi
Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist.

Kinnhestar og kynferðisbrot
Ég las frétt um daginn um nýfallinn dóm sem varðaði ógeðfelldan glæp. Faðir hafði misnotað dóttur sína og tvær systurdætur. Dóttir mannsins var 12 ára gamalt barn þegar hann braut á henni og systurdætur hans voru einnig á barnsaldri.

Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum
Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld.

Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019.

Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum
Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað.

Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum
Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld.

Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu
Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn.

„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“
Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær.

Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum
Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda.

Þegar grunnskólakennarar, leikskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og annað fólk samþykkir ofbeldi gegn barni
Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni.

„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík.

Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur
Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans.