Börn og uppeldi

Fréttamynd

Sam­kennd og skóla­starf

Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur miklar á­hyggjur af á­huga ungra stúlkna á snyrti­vörum

„Í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. Hormónin okkar hafa nefnilega áhrif á ótal margt í lífi okkar eins og andlega líðan, orkustig, kynhvöt, úthald, fæðuval, svefn og fleira,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.

Lífið
Fréttamynd

Er í lagi að nota kyn­hormóna­bælandi lyfja­með­ferð fyrir börn og ung­menni?

Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert).

Skoðun
Fréttamynd

Safnar undir­skriftum gegn for­eldrum

Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur kátt á Klambra

Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Lést korn­ungur og ótryggður frá fjöl­skyldunni

Bjarki Gylfason lést ótryggður í faðmi fjölskyldu sinnar í lok mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Honum var ókleift að tryggja sig fyrir alvarlegum áföllum vegna þess að hann var með sáraristilbólgu. Söfnun hefur verið komið af stað fyrir fjölskyldu hans og verða haldnir minningar-og styrktartónleikar á Sviðinu Selfossi 17 apríl næstkomandi. 

Lífið
Fréttamynd

Vinnuskólabörnin fá loksins launa­hækkun

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar undra sig á skerðingu opnunar­tíma sund­lauga

Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða.

Innlent
Fréttamynd

Fékk lifur úr pabba sínum sex mánaða gömul

„Ég hef svo margt jákvætt að segja um reynsluna og hef hingað til reynt að einblína á það en það fylgja alltaf neikvæðar tilfinningar sem þarf líka að fá að vinna úr,” segir Sigríður Björk Bragadóttir en dóttir hennar, Úlfey Minevera fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Misheppnuð ígræðsla í Svíþjóð átti eftir að enda með því að faðir hennar, Finnbogi Hans Sævarsson, lagðist undir hnífinn og gaf dóttur sinni hluta af sinni lifur. Úlfey var á þessum tíma einungis sex mánaða og leiða má líkur að því að hún sé einn af yngstu lifrarþegunum hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ó­kunnugra

Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá að­stoð“

„Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Fara beint í frí­stund eftir leik­skóla­út­skrift í júní

Foreldrum fimm og sex ára barna í sautján leikskólum í Reykjavíkur var tilkynnt í gær að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. 

Innlent
Fréttamynd

Heim­spekingurinn

Ef ég ætti að greina bróður minn, myndi ég segja að hann væri heimspekingur. En þegar hann var fjögurra ára gamall merkti barnasálfræðingur hann með einhverfu. Tilvera okkar breyttist samstundis. Sama ár og ég leit alheiminn augum í fyrsta sinn var hann skráður sem frávik.

Skoðun
Fréttamynd

Börn fundist með­vitundar­laus eftir landa­drykkju

Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju.

Innlent
Fréttamynd

Sárir páskaeggjaleitarar ekki farið með rétt mál

Bæjarins Beztu Pylsur, sem sér um páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum gefur lítið fyrir gagnrýni á framkvæmd hennar og segir hana hafa gengið vel. Eggin hafi nær ávallt dugað fram að lokun og rangt að þau hafi eitt sinn verið horfin um hádegisbil. Forstöðukona garðsins segir ungt starfsfólk hafa þurft að þola reiði og skammir að ósekju.

Innlent
Fréttamynd

Hættur Inter­netsins

Ástæðan fyrir þessum vangaveltur er vegna þess að ég las sögu íslenskrar stelpu á unglingsaldri sem var fórnarlamb nethakkara sem tældu stúlkuna í gegnum samskiptaforrit eins og Discord og Telegram, og leikjasíður eins og Roblox.

Skoðun
Fréttamynd

Barnið stökk út úr bílnum á ferð

Níu ára piltur sem stalst til þess að aka leigubíl um Bakkana í Breiðholti á sunnudag stökk út úr bílnum á ferð þegar lögregla kom auga á hann. Bíllinn endaði uppi á kantsteini og skemmdist lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Barn ók leigu­bíl í leyfis­leysi

Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brenni­merkja börn!

Það er mik­il­vægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvæn­legt að mæta öðrum börn­um þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafn­ræðis og góðs at­læt­is og að skól­inn verði ekki jarðsprengju­svæði mis­mun­un­ar og einelt­is.

Skoðun