Evrópusambandið

Fréttamynd

Vilja skylda sam­skipta­for­rit til að skanna einka­skila­boð fólks

Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks.

Erlent
Fréttamynd

Vægið eftir sem áður dropi í hafið

Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið.

Skoðun
Fréttamynd

Meira að segja Evrópu­sam­bandið

Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Segir 26 ríki vilja senda her­menn til Úkraínu

Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit.

Erlent
Fréttamynd

Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildar­við­ræður

Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir enn nokkuð stóran hóp eiga eftir að gera upp hug sinn hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og það sé til því fullt tilefni til að ræða Evrópumálin. Hann fór yfir þau í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“

Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast.

Erlent
Fréttamynd

Beint og milli­liða­laust

Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Hin yndis­lega að­lögun

Kona kom í heimsókn og menn fóru gjörsamlega á límingunum! Uppnámið varð slíkt að annað eins hafði ekki sést í áraraðir, einhver stjórnmálaleiðtogi gekk svo langt að segja á samfélagsmiðlum að sér hafi orðið flökurt. Vonandi er honum batnaður flökurleikinn.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­gerður á ó­form­legum fundi ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land gat ekki gert losunar­mark­mið ESB að sínu

Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Van­þekking eða vís­vitandi blekkingar?

„Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið.

Skoðun
Fréttamynd

„Réttu spilin og réttu vopnin“

Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. 

Innlent
Fréttamynd

„Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að hann og aðrir leiðtogar Evrópu deili vilja til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið er. Friðurinn þurfi að vera varanlegur. Hann segir það í höndum Rússa að binda enda á stríðið sem þeir hófu.

Erlent
Fréttamynd

„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið

Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki

Fullyrðingagleðin er við völd í grein sem Ágúst Ólafur Ágústsson, stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni, ritaði á Vísi í gær. Þar tók hann saman tólf atriði sem hann sagði skipta máli þegar rætt væri um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Fullyrðingar voru þar í aðalhlutverki sem fyrr segir en hins vegar lítið sem ekkert haft fyrir því að tefla fram haldbærum rökum í þeim efnum eða yfir höfuð.

Skoðun
Fréttamynd

„Gull­húðun“ EES-reglna á sviði heil­brigðisþjónustu

Allir einstaklingar, þar á meðal efnahagslega óvirkir EES-borgarar, öðlast rétt til trygginga í íslenska sjúkratryggingakerfinu, eftir sex mánaða löglega búsetu hér á landi. Þetta þýðir að íslenska ríkið veitir mun víðtækari réttindi í þessum efnum en því er skylt.

Umræðan
Fréttamynd

Þetta þarftu að vita: 12 at­riði

Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli:

Skoðun
Fréttamynd

Telur enn mögu­legt að ná sam­komu­lagi

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða.

Innlent