Fréttir Tvær konur efstar á listum Tvær konur leiða nú aðalstjórnmálafylkingarnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg, eftir að Eyþór Arnalds, oddivti sjálfstæðismanna, dró sig í hlé vegna ölvunaraksturs. Hann ætlar hins vegar að taka sæti í bæjarstjórninni þegar hann hefur tekið út refsingu fyrir brotið. Innlent 15.5.2006 11:52 Ræðst hvort verður af setuverkföllum Það ræðst í hádeginu hvort stuðningsfulltrúar sem vinna hjá svæðisskrifstofum fatlaðra fara í setuverkfall í kvöld eða ekki. Trúnaðarmenn stuðningsfulltrúa sitja nú fund með forystu SFR þar sem farið er yfir samning sem fulltrúar SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra náðu samkomulagi um í gær. Innlent 15.5.2006 12:08 Hátt á þriðja hundrað björgunarmanna leita piltsins Á þriðja hundrað björgunarmanna og nokkrir sporhundar taka nú þátt í leitinni að Pétri Þorvarðarsyni 17 ára pilti, sem saknað er frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan í fyrrinótt. Innlent 15.5.2006 11:45 Tilboð sem Íranar geti ekki hafnað Evrópusambandið ætlar að gera Írönum tilboð sem Javier Solana, utanríkismálastjóri sambandsins, segir að þeim muni reynast erfitt að hafna. Hann segir tilboðið djarft og gert í þeirri von að hægt verði að binda enda á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin. Erlent 15.5.2006 11:36 52 féllu í átökum glæpagengja og lögreglu Að minnsta kosti fimmtíu og tveir féllu í átökum glæpagengja og lögreglu víðsvegar um Brasilíu um liðna helgi. Meðal þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar auk lögreglu- og slökkviliðsmanna. Minnst sextán hafa verið handteknir. Erlent 15.5.2006 11:19 L-listinn kynnir bæjarstjóraefni sitt Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur og skrifstofustjóri á fjárreiðusviði Háskóla Íslands, verður bæjarstjóraefni L-lista félagshyggjufólks í Stykkishólmi. L-listinn býður fram til sveitastjórnarkosninga 27. maí næstkomandi, en bæjarstjórefni flokksins var kynnt á fundi síðastliðinn laugardag. Innlent 15.5.2006 10:04 Ók öfugan hring í hringtorgi Ökumaður var kærður fyrir að aka á móti umferð í hringtorginu á Ísafirði í nótt. Samkvæmt lögreglunni var ekki um ókunnugleika að ræða, en ökumaðurinn sá eflaust ekki fyrir kæru lögreglunnar áður en hann fór öfugan hring í hringtorginu. Innlent 15.5.2006 09:51 Vinstri grænir tvöfalda fylgi sitt Fylgi hrynur af Framsóknarflokknum á Akureyri en Vinstri grænir nánast tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, samkvæmt þeim, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjáflstæðisflokkurinn héldi sínum fjórum bæjarfulltrúum. Innlent 15.5.2006 08:51 Hvetur landa sína til að taka höndum saman Rene Preval tók formlega við embætti forseta Haítí í gær í annað sinn á áratug. Nýr forseti hvatti landa sína til að taka höndum saman en þjóðin hefur verið klofin frá því Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta, var komið frá völdum fyrir tveimur árum í blóðugri uppreisn. Erlent 15.5.2006 08:48 Réttarhöldin yfir Saddam halda áfram Réttarhöldin yfir Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, hefjast á ný í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Verjendur Hússeins taka þá til við sinn málflutning en réttarhlé hefur verið í þrjár vikur. Erlent 15.5.2006 08:11 Ræktunarland eyðileggst vegna flóða Að minnsta kosti tveir hafa farist í miklum flóðum í Georgíu. Mörg hundruð hektarar ræktarlands hafa eyðilagst austur af höfuðborginni, Tíblisi, og flætt hefur inn í rúmlega tvö hundruð íbúðarhús. Erlent 15.5.2006 08:39 Ölvaður á 120 km hraða Ökumaður var stöðvaður á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan tvö í nótt og reyndist hann vera ölvaður. Tveir aðrir, sem voru stöðvaðir við venjulegt eftirlit, reyndust líka undir áhrifum áfengis. Innlent 15.5.2006 08:35 Flokkurinn heldur sínu striki Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árborg, sagði í viðtali við NFS í morgun að flokkurinn myndi halda sínu striki þrátt fyrir áfall Eyþórs. Ekki yrði hróflað við framboðslistanum, enda væri það ekki heimild samkvæmt lögum. Sjálfstæðsimenn styttu ákvörðun Eyþórs og áform hans. Innlent 15.5.2006 08:42 Játaði á sig hnífstungu Karlmaður á tvítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi eftir að hafa játað á sig að hafa veitt ungum manni alvarlega áverka með hnífi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Hann var í lífshættu þegar björgunarmenn komu á vettvang. Innlent 15.5.2006 08:34 Ungi maðurinn ófundinn Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn leituðu án árangurs í alla nótt að 17 ára pilti, Pétri Þorvaðrarsyni, sem fór frá bænum Grímstungu við Grímstaði á Fjöllum um klukkan fjögur í fyrrinótt. Fimm sporhundar voru þeim til aðstoðar og áhöfn þyrlu af dönsku varpðskipi, sem er í Reykjavík, leitaði í gærkvöldi. Innlent 15.5.2006 08:32 Neyðarástand vegna flóða í Bandaríkjunum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum fylkjum á austurströnd Bandaríkjanna vegna mikilla flóða. Mikið hefur rignt á Nýja Englandi og í Massachusetts og hafa ár flætt yfir varnargarða og skolað burt vegum á nokkrum svæðum. Erlent 15.5.2006 08:07 Gosið í Merapi færist í aukana Eldfjallið Merapi á indónesísku eyjunni Jövu spúir nú ösku, hrauni og eldgasi um 4 km leið niður vestari hluta fjallsins. Eldgosið í fjallinu hefur enn færst í aukana. Erlent 15.5.2006 08:05 Eyþór ekki í kosningabaráttunni Eyþór Arnalds hefur ákveðið að taka ekki sæti í bæjarstjórn Árborgar fyrr en máli vegna ölvunarakstur hans í fyrrinótt er lokið og hann hefur tekið út þá refsingu sem honum kann að vera gerð. Innlent 15.5.2006 07:51 Eyþór dregur sig út úr kosningabaráttu Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg hættir kosningabaráttu og tekur ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann hlýtur fyrir ölvunarakstur í nótt. Þá hyggst Eyþór fara í áfengismeðferð. Þetta er niðurstaða fundahalda Eyþórs með forystu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsmönnum í Sjálfstæðisflokknum í Árborg. Innlent 14.5.2006 22:59 Sjálfstæðismenn í Árborg í uppnámi vegna handtöku Eyþórs Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu hittust á fundi undir kvöld til að ákveða hvernig brugðist verður við þessum tíðindum Innlent 14.5.2006 19:06 Skilinn eftir í blóði sínu í Heiðmörk Ungur maður fannst liggjandi í blóði sínu í Heiðmörk í gærkvöldi. Maðurinn vildi ekki tjá sig um málsatvik við lögreglu en heimildamenn fréttastofu segja að hann hafi verið barinn af þekktum misyndismönnum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi verið staddur í heimahúsi í Garðabæ um klukkan tíu í gærkvöld þegar menn sem þekktir eru í undirheimum bæjarins bönkuðu upp á og báðu hann að koma út í bíl og tala við sig. Innlent 14.5.2006 18:55 Félagar í Herði riðu til kirkju í dag Félagar í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ tóku í dag upp gamlan sið þegar þeir riðu til kirkju í Mosfellsdalnum. Sú hefð varð til á sjöunda áratugnum að ríða til Mosfellskirkju einu sinni að vori en það lagðist af fyrir tólf árum. Innlent 14.5.2006 18:50 Eyþór Arnalds handtekinn fyrir ölvunarakstur Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Innlent 14.5.2006 18:32 Ætla ekki að hætta við að auðga úran Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar. Erlent 14.5.2006 16:10 Leitað að manni í nágrenni Grímsstaða á fjöllum Björgunarsveitir frá Húsavík og nágrenni leita nú ungs manns sem saknað hefur verið síðan í nótt. Síðast sást til mannsins í teiti á Grímsstöðum á fjöllum í nótt en síðan hefur ekkert til hans spurst. Að sögn lögreglunnar á Húsavík fóru þrjár björgunarsveitir ásamt hundasveit á staðinn og ættu að ná þangað næsta klukkutímann. Innlent 14.5.2006 16:06 Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárásir Tíu félagar í herskáum samtökum í Bangladess hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að sprengjuárásum í landinu í ágúst síðastliðnum. Þrír til viðbótar fengu 20 ára fangelsi fyrir að standa að árásunum en þær áttu sér stað í bænum Joypurhat. Erlent 14.5.2006 15:44 Samningar vegna sambýla nást væntanlega í kvöld Reikna má með að samningar takist í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra í kvöld. Samningsaðilar hafa fundað um helgina með góðum árangri, en um er að ræað launahækkanir fyrir starfsmenn á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna. Innlent 14.5.2006 14:11 Samfylkingin bætir við sig fylgi í Hafnarfirði Samfylkingin bætir við sig sjöunda manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýrri könnun Gallups á fylgi flokka í bæjarfélaginu. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Innlent 14.5.2006 13:02 Íranar hætta að auðga úran Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar. Erlent 14.5.2006 12:07 Ók niður ljósastaur og flýði af vettvangi Lögreglan í Reykjavík hafði í nótt upp á ökumanni sem ekið hafði á ljósastaur á Kleppsvegi og stungið af. Maðurinn ók jeppa á staurinn með þeim afleiðingum að hann lagðist á hliðina og flýði svo af vettvangi á bílnum. Hann náðist hin svegar í Ártúnsbrekkunni og var færður á lögreglustöð ásamt farþega þar sem þeir gistu fangageymslur. Innlent 14.5.2006 11:59 « ‹ ›
Tvær konur efstar á listum Tvær konur leiða nú aðalstjórnmálafylkingarnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg, eftir að Eyþór Arnalds, oddivti sjálfstæðismanna, dró sig í hlé vegna ölvunaraksturs. Hann ætlar hins vegar að taka sæti í bæjarstjórninni þegar hann hefur tekið út refsingu fyrir brotið. Innlent 15.5.2006 11:52
Ræðst hvort verður af setuverkföllum Það ræðst í hádeginu hvort stuðningsfulltrúar sem vinna hjá svæðisskrifstofum fatlaðra fara í setuverkfall í kvöld eða ekki. Trúnaðarmenn stuðningsfulltrúa sitja nú fund með forystu SFR þar sem farið er yfir samning sem fulltrúar SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra náðu samkomulagi um í gær. Innlent 15.5.2006 12:08
Hátt á þriðja hundrað björgunarmanna leita piltsins Á þriðja hundrað björgunarmanna og nokkrir sporhundar taka nú þátt í leitinni að Pétri Þorvarðarsyni 17 ára pilti, sem saknað er frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan í fyrrinótt. Innlent 15.5.2006 11:45
Tilboð sem Íranar geti ekki hafnað Evrópusambandið ætlar að gera Írönum tilboð sem Javier Solana, utanríkismálastjóri sambandsins, segir að þeim muni reynast erfitt að hafna. Hann segir tilboðið djarft og gert í þeirri von að hægt verði að binda enda á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin. Erlent 15.5.2006 11:36
52 féllu í átökum glæpagengja og lögreglu Að minnsta kosti fimmtíu og tveir féllu í átökum glæpagengja og lögreglu víðsvegar um Brasilíu um liðna helgi. Meðal þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar auk lögreglu- og slökkviliðsmanna. Minnst sextán hafa verið handteknir. Erlent 15.5.2006 11:19
L-listinn kynnir bæjarstjóraefni sitt Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur og skrifstofustjóri á fjárreiðusviði Háskóla Íslands, verður bæjarstjóraefni L-lista félagshyggjufólks í Stykkishólmi. L-listinn býður fram til sveitastjórnarkosninga 27. maí næstkomandi, en bæjarstjórefni flokksins var kynnt á fundi síðastliðinn laugardag. Innlent 15.5.2006 10:04
Ók öfugan hring í hringtorgi Ökumaður var kærður fyrir að aka á móti umferð í hringtorginu á Ísafirði í nótt. Samkvæmt lögreglunni var ekki um ókunnugleika að ræða, en ökumaðurinn sá eflaust ekki fyrir kæru lögreglunnar áður en hann fór öfugan hring í hringtorginu. Innlent 15.5.2006 09:51
Vinstri grænir tvöfalda fylgi sitt Fylgi hrynur af Framsóknarflokknum á Akureyri en Vinstri grænir nánast tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, samkvæmt þeim, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjáflstæðisflokkurinn héldi sínum fjórum bæjarfulltrúum. Innlent 15.5.2006 08:51
Hvetur landa sína til að taka höndum saman Rene Preval tók formlega við embætti forseta Haítí í gær í annað sinn á áratug. Nýr forseti hvatti landa sína til að taka höndum saman en þjóðin hefur verið klofin frá því Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta, var komið frá völdum fyrir tveimur árum í blóðugri uppreisn. Erlent 15.5.2006 08:48
Réttarhöldin yfir Saddam halda áfram Réttarhöldin yfir Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, hefjast á ný í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Verjendur Hússeins taka þá til við sinn málflutning en réttarhlé hefur verið í þrjár vikur. Erlent 15.5.2006 08:11
Ræktunarland eyðileggst vegna flóða Að minnsta kosti tveir hafa farist í miklum flóðum í Georgíu. Mörg hundruð hektarar ræktarlands hafa eyðilagst austur af höfuðborginni, Tíblisi, og flætt hefur inn í rúmlega tvö hundruð íbúðarhús. Erlent 15.5.2006 08:39
Ölvaður á 120 km hraða Ökumaður var stöðvaður á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan tvö í nótt og reyndist hann vera ölvaður. Tveir aðrir, sem voru stöðvaðir við venjulegt eftirlit, reyndust líka undir áhrifum áfengis. Innlent 15.5.2006 08:35
Flokkurinn heldur sínu striki Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árborg, sagði í viðtali við NFS í morgun að flokkurinn myndi halda sínu striki þrátt fyrir áfall Eyþórs. Ekki yrði hróflað við framboðslistanum, enda væri það ekki heimild samkvæmt lögum. Sjálfstæðsimenn styttu ákvörðun Eyþórs og áform hans. Innlent 15.5.2006 08:42
Játaði á sig hnífstungu Karlmaður á tvítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi eftir að hafa játað á sig að hafa veitt ungum manni alvarlega áverka með hnífi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Hann var í lífshættu þegar björgunarmenn komu á vettvang. Innlent 15.5.2006 08:34
Ungi maðurinn ófundinn Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn leituðu án árangurs í alla nótt að 17 ára pilti, Pétri Þorvaðrarsyni, sem fór frá bænum Grímstungu við Grímstaði á Fjöllum um klukkan fjögur í fyrrinótt. Fimm sporhundar voru þeim til aðstoðar og áhöfn þyrlu af dönsku varpðskipi, sem er í Reykjavík, leitaði í gærkvöldi. Innlent 15.5.2006 08:32
Neyðarástand vegna flóða í Bandaríkjunum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum fylkjum á austurströnd Bandaríkjanna vegna mikilla flóða. Mikið hefur rignt á Nýja Englandi og í Massachusetts og hafa ár flætt yfir varnargarða og skolað burt vegum á nokkrum svæðum. Erlent 15.5.2006 08:07
Gosið í Merapi færist í aukana Eldfjallið Merapi á indónesísku eyjunni Jövu spúir nú ösku, hrauni og eldgasi um 4 km leið niður vestari hluta fjallsins. Eldgosið í fjallinu hefur enn færst í aukana. Erlent 15.5.2006 08:05
Eyþór ekki í kosningabaráttunni Eyþór Arnalds hefur ákveðið að taka ekki sæti í bæjarstjórn Árborgar fyrr en máli vegna ölvunarakstur hans í fyrrinótt er lokið og hann hefur tekið út þá refsingu sem honum kann að vera gerð. Innlent 15.5.2006 07:51
Eyþór dregur sig út úr kosningabaráttu Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg hættir kosningabaráttu og tekur ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann hlýtur fyrir ölvunarakstur í nótt. Þá hyggst Eyþór fara í áfengismeðferð. Þetta er niðurstaða fundahalda Eyþórs með forystu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsmönnum í Sjálfstæðisflokknum í Árborg. Innlent 14.5.2006 22:59
Sjálfstæðismenn í Árborg í uppnámi vegna handtöku Eyþórs Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu hittust á fundi undir kvöld til að ákveða hvernig brugðist verður við þessum tíðindum Innlent 14.5.2006 19:06
Skilinn eftir í blóði sínu í Heiðmörk Ungur maður fannst liggjandi í blóði sínu í Heiðmörk í gærkvöldi. Maðurinn vildi ekki tjá sig um málsatvik við lögreglu en heimildamenn fréttastofu segja að hann hafi verið barinn af þekktum misyndismönnum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi verið staddur í heimahúsi í Garðabæ um klukkan tíu í gærkvöld þegar menn sem þekktir eru í undirheimum bæjarins bönkuðu upp á og báðu hann að koma út í bíl og tala við sig. Innlent 14.5.2006 18:55
Félagar í Herði riðu til kirkju í dag Félagar í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ tóku í dag upp gamlan sið þegar þeir riðu til kirkju í Mosfellsdalnum. Sú hefð varð til á sjöunda áratugnum að ríða til Mosfellskirkju einu sinni að vori en það lagðist af fyrir tólf árum. Innlent 14.5.2006 18:50
Eyþór Arnalds handtekinn fyrir ölvunarakstur Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Innlent 14.5.2006 18:32
Ætla ekki að hætta við að auðga úran Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar. Erlent 14.5.2006 16:10
Leitað að manni í nágrenni Grímsstaða á fjöllum Björgunarsveitir frá Húsavík og nágrenni leita nú ungs manns sem saknað hefur verið síðan í nótt. Síðast sást til mannsins í teiti á Grímsstöðum á fjöllum í nótt en síðan hefur ekkert til hans spurst. Að sögn lögreglunnar á Húsavík fóru þrjár björgunarsveitir ásamt hundasveit á staðinn og ættu að ná þangað næsta klukkutímann. Innlent 14.5.2006 16:06
Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárásir Tíu félagar í herskáum samtökum í Bangladess hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að sprengjuárásum í landinu í ágúst síðastliðnum. Þrír til viðbótar fengu 20 ára fangelsi fyrir að standa að árásunum en þær áttu sér stað í bænum Joypurhat. Erlent 14.5.2006 15:44
Samningar vegna sambýla nást væntanlega í kvöld Reikna má með að samningar takist í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra í kvöld. Samningsaðilar hafa fundað um helgina með góðum árangri, en um er að ræað launahækkanir fyrir starfsmenn á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna. Innlent 14.5.2006 14:11
Samfylkingin bætir við sig fylgi í Hafnarfirði Samfylkingin bætir við sig sjöunda manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýrri könnun Gallups á fylgi flokka í bæjarfélaginu. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Innlent 14.5.2006 13:02
Íranar hætta að auðga úran Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar. Erlent 14.5.2006 12:07
Ók niður ljósastaur og flýði af vettvangi Lögreglan í Reykjavík hafði í nótt upp á ökumanni sem ekið hafði á ljósastaur á Kleppsvegi og stungið af. Maðurinn ók jeppa á staurinn með þeim afleiðingum að hann lagðist á hliðina og flýði svo af vettvangi á bílnum. Hann náðist hin svegar í Ártúnsbrekkunni og var færður á lögreglustöð ásamt farþega þar sem þeir gistu fangageymslur. Innlent 14.5.2006 11:59