Erlent

Neyðarástand vegna flóða í Bandaríkjunum

MYND/AP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum fylkjum á austurströnd Bandaríkjanna vegna mikilla flóða. Mikið hefur rignt á Nýja Englandi og í Massachusetts og hafa ár flætt yfir varnargarða og skolað burt vegum á nokkrum svæðum.

Mörg hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óttast er að stífla í New Hampshire kunni að bresta og við það skelli um þriggja metra há alda yfir nærliggjandi svæði. Sjö manns drukknuðu í miklum flóðum á því svæði í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×