Erlent

52 féllu í átökum glæpagengja og lögreglu

Að minnsta kosti fimmtíu og tveir féllu í átökum glæpagengja og lögreglu víðsvegar um Brasilíu um liðna helgi. Meðal þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar auk lögreglu- og slökkviliðsmanna. Minnst sextán hafa verið handteknir. Auk þessa brutust óeirðir út í fjölmörgum fangelsum í landinu og eru um tvö hundruð og sextíu manns í gíslingu í um fimmtíu fangelsum. Hundrað fjörutíu og fjögur fangelsi eru í Brasilíu. Talsmaður lögeglu segir að alræmd glæpasamtök hafi skipulagt árásirnar og fangauppreisnirnar. Liðsmenn þeirra vildu þar með mótmæla flutningi fjölmargra félaga sinna milli fangelsa en yfirvöld hafa fært þá til með reglulegu millibili til að rjúfa tengsl þeirra við þá bandamenn þeirra sem enn ganga lausir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×