Erlent

Tilboð sem Íranar geti ekki hafnað

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ásamt ráðgjöfum sínum.
Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ásamt ráðgjöfum sínum. MYND/AP

Evrópusambandið ætlar að gera Írönum tilboð sem Javier Solana, utanríkismálastjóri sambandsins, segir að þeim muni reynast erfitt að hafna. Hann segir tilboðið djarft og gert í þeirri von að hægt verði að binda enda á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin.

Þeim yrði tryggð aðstoð í efnahags- og kjarnorkumálum og jafnvel einnig í öryggismálum. Solana segir að það verði erfitt fyrir Írana að hafna tilboðinu sé það vilji þeirra að nýta kjarnorku til raforkuframleiðslu en ekki til að framleiða vopn.

Utanríkisráðherra Evrópusambandsins funda nú í Brussel þar sem kjarnorkudeilan við Írana verður eitt helsta umræðuefnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×