Erlent

Ræktunarland eyðileggst vegna flóða

Að minnsta kosti tveir hafa farist í miklum flóðum í Georgíu. Mörg hundruð hektarar ræktarlands hafa eyðilagst austur af höfuðborginni, Tíblisi, og flætt hefur inn í rúmlega tvö hundruð íbúðarhús. Íbúar á svæðinu segja yfirvöld hafa verið sofandi á verðinu og ekki gripið til varúðarráðstafana þegar ljóst var í hvað stefndi. Flóðin hafa valdið mestum skemmdum á vínræktarlandi. Annar þeirra sem drukknaði var vörður við landamærin að Aserbaídsjan. Tré rifnaði upp með rótum í flóði á því svæði og felldi mannin ofan í beljandi fljót þar sem hann var á leið á vakt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×