Erlent

Réttarhöldin yfir Saddam halda áfram

MYND/AP

Réttarhöldin yfir Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, hefjast á ný í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Verjendur Hússeins taka þá til við sinn málflutning en réttarhlé hefur verið í þrjár vikur.

Áður en málflutningur hefst í dag verða ákærur á hendur Saddam og sjö öðrum lesnar upp en þeir er sakaðir um að hafa átt þátt í morðum á 148 sjía múslimum í Dujail árið 1982. Verjendur munu kalla um 60 vitni fyrir dóm.

Meðal þess sem saksóknari hefur lagt fram i málinu eru hljóðupptökur og skjöl sem eru sögð tengja mennina við ódæðin. Verði Saddam sakfelldur á hann yfir höfði sér dauðadóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×